fimmtudagur, maí 15, 2003

GUÐNÝJARHORNIÐ!!

Ég lofaði víst upp í ermina mína að tala svolítið um merka unga manneskju... hana Guðnýju. Hún er MR-ingur og fannst þýska ekki nógu merkilegt tungumál þannig að hún valdi frönskuna í staðinn. Þannig að núna skilur Guðný ekki hvað stendur hérna: -Es tut mir leid ich zu spät kommen. Ich muss mein Hausaufgaben machen. Keine Sorge, meine Freunde.- Eða hvað??

Hún Guðný er afar þjófótt manneskja því hún stalst í myndaalbúm fjölskyldunnar og stal þar nokkrum myndum af mér í æsku og setti inn á bloggið sitt. Þar á meðal voru uppáhaldsmyndirnar mínar þar sem ég lenti í útistöðum við Malla máv um brauð og hann skeit á mig. Hin myndin var af mér og honum Þorláki sem var með mér á leikskóla og á henni erum við að láta vel að hvor öðru. Þetta eru mér afar kærar myndir sem ég vildi ekki að færu inná veraldarvefinn!!! Já Guðný... það ætti að rassskella þig!

En hún Guðný er ágætisgrey, myndi ekki gera flögu mein. Hún er fiðlusargari eins og systir mín (nema bara betri) og það sem ég hef heyrt er bara nokkuð gott!!

Ég veit ekki hvað ég á að segja meira um hana Guddu. Þori því eiginlega ekki því ekki vil ég nú móðga hana á neinn hátt. Ónei, því ég hef heyrt ANSI kræfar sögur af henni þegar fólk reytir hana til reiði! Púff....
S.s. bara yndislegt og frábært eintak og öðlingur mikill!! :) Ég mun horfa upp til þín Guðný ef ég mun einhvern tímann læra á fiðlu!! ;)

Engin ummæli: