Þessir síðustu dagar hafa ekki verið mér og mínum í hag. Óheppnin eltir okkur útum allt og við fáum bara engan frið frá henni.
Skemmtilegt dæmi um það er að ég missti síma sem var svona mánaðar gamall, ofan í klósett í veislusal í síðustu viku. Mín varð auðvitað að dýfa hendinni ofan í herlegheitin og ná í símann en ATH: ég var búin að sturta niður! Sem betur fer er allt í lagi með símann en á hendur mínar hefur myndast þetta þykka sigg vegna ofsótthreinsunar. Ég fékk nú nýja framhlið í sumargjöf á símann og henti þeirri gömlu í gám á Sorpu bara svona... just in case! Maður veit aldrei hvar þessir sýklar hafa verið og hvað þeir geta gert.
Mamma hefur heldur ekki sloppið við þennan faraldur því hún klessti á skafmiðavél í IKEA um daginn og við það myndaðist þessi risastóri, fjólublái, græni, guli og bleiki marblettur á handleggnum hennar og þá varð bara allt ónýtt! Hún fór til Búdapest í gær, ætlaði að taka helling af stuttermabolum með en nei, hún skildi þá bara alla eftir heima útaf þessum marblett. ,,Það má enginn halda að pabbi þinn lemji mig!” Afar furðulegt!!
Óheppnin er ekki hætt að elta mig. Ónei, því ég á ennþá nóg af kvóta. Amma og afi “passa” mig og systur mína á meðan mamma og pabbi djamma með vinnunni hans pabba í Búdapest. Amma fer í bað eins og flest siðsamlegt fólk gerir endrum og sinnum og nýtti hún tækifærið og gerði það áðan. Allt í lagi með það en... HÚN KANN EKKI AÐ LÆSA!! Ég komst að því þegar ég labbaði inn á hana áðan. Ég held að hún viti ekkert að því, því ég sá (þennan hundraðshluta úr nanósekúndu sem ég var þarna inni) að hún var sofandi í baðkarinu og úff... þessu vil ég sko gleyma!! Appelsínuhúð... gervitennur í glasi... æðaslit... BBEEEHHH!
Já, óheppnin eltir mig á röndum, ekki bara núna heldur alltaf. Ég fæddist greinilega ekki með silfurskeið í munninum. Það er alveg á hreinu!!
föstudagur, maí 02, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli