föstudagur, apríl 18, 2003

UPPGÖTVANIR DAGSINS!

Í nótt átti sér stað afar fágætur atburður... ég varð andvaka. Í svefngalsa mínum ákvað ég að finna mér eitthvað gott lesefni til að sefa svefnþörf mína. Ég greip fyrstu bókina sem ég sá, mikinn og þykkan doðrant með heitið: Dagbók og símaskrá FF 2002-2003. Ég held að ég hafi aldrei sofnað svona fljótt en eftir lesningu þessarar bókar. Ástæðan fyrir því er að ég las hvert einasta nafn í símaskránni, mér til mikillar kátínu. Ég komst að því að ég er eini einstaklingurinn í þessari bók sem ber fyrranafnið Særún. Svo bjó ég til svokallaða Önnu-keppni milli nokkurra framhaldsskóla og úrslitin urðu þessi:

1. FÁ – 26 Önnur
2. MR – 23 Önnur
3. FB – 20 Önnur
4. Borgó – 19 Önnur
5. Kvennó – 16 Önnur
6.-7. FSU – 14 Önnur
6.-7. VA – 14 Önnur
8.-9. MH – 11 Önnur
8.-9. MS – 11 Önnur

Já, eins og vitur maður sagði: “Maður getur ekki unnið allt!” Fleiri uppgötvanir voru gerðar meðan á lesningu stóð. Mörg ungmenni í framhaldsskólum hafa afar sérkennileg og skondin nöfn. Lítum á nokkur dæmi:

Hunter I. Muscat
Mortal Hólm Gíslason
Petra Bender
Funda Gaxholli
Phatharawadee Saythong
Bing Xi
Fabio Guðni Passua
Gerald Andrew Houndlow
Hamíð Moran
Sha Mi
Geisli Hreinsson
Kraki Ásmundarson
Víví Kristóbertsdóttir

Ég vil þakka þessum einstaklingum kærlega fyrir að leyfa mér að birta nöfnin þeirra og ég stend við mitt loforð krakkar: Börnin mín munu heita eitthvað af þessum nöfnum.

Engin ummæli: