sunnudagur, apríl 20, 2003

NÝYRÐI DAGSINS!

Eitt heitt nýyrði var að koma í hús fyrir g-streng / pjötlubuxur / thong, frá snillingnum henni móður minni...... BORUBRÓK!! AAAAhahahahaha! Bara að hugsa þetta orð fær mig til að hlæja!
Svo kom einn annar góður viskumoli frá mömmu sem hún sagði við mig áðan: “Særún... þú veist að ef ég prófa einhvern tíma svona borubrók, þá verðurðu að senda Björgunarsveit Hafnarfjarðar til að leita að þeim!” Vá hvað ég dýrka þessa konu! :)

En já... gleðilega páska, lömbin mín! Þetta er merkisdagur í lífi mínu því að í fyrsta skipti var það ÉG en ekki systir mín eða hundurinn minn sem fann páskaeggið mitt! Ég var búin að leita í hálftíma, var orðin svoldið nettpirruð á háðsglotti foreldra minna, tók mér smá pásu á leitinni og ákvað að taka hann Hannibal vin minn upp og leika á hann nokkur vel valin skátalög. Og viti menn.... þarna var páskaeggið mitt, umvafið hlýjum strengjum hans Hannibals í gítartöskunni minni! Þetta er yndislegur dagur!!

Engin ummæli: