föstudagur, apríl 25, 2003

PERRI DAGSINS!

Mamma mín er sniðug kona. Hún kemur oft með svona skemmtilega/heimskulega/óþarfa/perralega visku- og gullmola en það er samt oftast eitthvað vit í þeim. Gott dæmi um það er samtal sem átti sér stað í gær. Ég og mamma vorum að tala um apparat sem ekki má vanta á neitt heimili... álfabikarinn góða, og mamma spurði mig hvort ég væri ekki til í að fjárfesta í einum grip. Ég var nú ekki á þeim buxunum að kaupa einn þannig því að ég ætti örugglega í erfiðleikum með að koma gúmmelaðinu upp í heilaga gatið. Huhumm... Mamma varð svolítið hissa og spurði af hverju. Þá svaraði ég með hæðnistón: "Já mamma mín, ég er nú bara hrein mey ennþá!" (Þið fáið ekkert að vita hvort það er satt eður ei og það þýðir ekki að spyrja mig!) Og þá spurði mamma: "Sastu þá aldrei á snuð þegar þú varst lítil??" HVAÐ ER MÁLIÐ??? Ég skil stundum ekki þessa konu! Ég er farin að halda að hún sé frá einhverri annarri plánetu! (Núna er ég að rífa í hárið á mér vegna mikillar angistar sem ríkir í huga mér) Ég vona, lesandi góður, að mamma þín spyrji þig ekki að svona hlutum. Ég vona það svo sannarlega!

Engin ummæli: