Skemmtilegheit
Nú er ég víst komin til Las Vegas en það breytir því ekki að í þrjá daga vorum við staðsett í Hollywood. Eftir langt flug til borgarinnar alræmdu fórum við skvísurnar beint í risastórt moll og byrjaði kaupæðið þar fyrir alvöru. Næsti dagur var tekinn snemma og komum við aftur upp á hótel uppgefnar með pyngjur og pakka. Á baki mínu leyndist þó eitt stykki rjómahvítur Fender Jazz bassi sem ég gaf mér í snemmbúna jólagjöf. Ég ætla nefnilega að gerast rokkari. Þetta kemur allt með kalda vatninu. Ég hef þó ákveðið að persónugera ekki hljóðfærið mitt í þetta skipti með því að gefa því nafn. Það þykir ekki töff.
Á miðvikudeginum fórum við Valdís í morgunjólavaxið á báðum fótleggjum og voru átökin það mikil að ég er öll marin og blá á fótunum. Já fegurð er svo sannarlega sársauki. Haldið var í Nokia Theatre tónleikahöllina og voru Svíarnir því með okkur í anda. Shaun, tour managerinn okkur frábæri átti afmæli þann sama dag og var Sigrún eldri búin að útsetja þennan skemmtilega afmælissöng honum til heiðurs sem við síðan spiluðum fyrir hann. Eftir það kom górilla í tútúpilsi og söng fyrir hann. Varð hann sá vandræðalegasti og skil ég það afar vel. Tónleikarnir voru hinir skemmtilegustu og fékk ég afar slæmt tilfelli af geyspunni sem er algengt vandamál hjá mér þessa dagana. Geyspa út í eitt og hósta þar á milli eða sýg upp í nös. Jólapest að ganga í hópnum. Eftirpartíið var nú ekkert spes þannig að við fórum snemma í háttinn. Allavega flest.
Í dag keyrðum við í rútu í 6 tíma til Las Vegas og er alveg hreint magnað um að litast hér í bæ. Leisersjóv á hverju götuhorni og hálfnaktar konur á öðru hverju skilti. Spilavítið á hótelinu er risastórt og ætli ég splæsi ekki nokkrum dollurum þar á morgun og kannski nokkrum í jólagjafir í Playboy búðinni í lobbíinu. Planið á morgun er síðan að fara á Cirque du Soleil sýningu eða á Tool tónleika hér á hótelinu. Á laugardaginn spilum við svo á hótelinu og morgunflug daginn eftir til NY og svo heim. Gaman. Kannski kem ég heim með hring á baugfingri en það fáið þið ekki að vita því það sem gerist í Vegas verður eftir í Vegas. Híhíhí.
Eitthvað verður maður að myndskreyta þetta:
Ég var næstum búin að kaupa svona fínan sombrero í Mexíkó. Næstum.
Massabassi á hlýjum stað í klofinu á rúmgaflinum mínum
Stuðpíur
Sama borð og var á Coachella. Alveg magnað hvað heimurinn er lítill.
Jólatréð í lobbíinu
Skrapp svo á Pussycat Dolls tónleika.
Fer þetta mér ekki bara ágætlega?
Allsber runni að múna á Bergrúnu yfir matnum á 52. hæð.
Og megi Josh Groban farast.
Howdie
föstudagur, desember 14, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
jesss það er kominn tími á það að við djömmum saman!! hlakka til! Njóttu þess að virkilega vera þarna úti, það er crazy stormur og óveður hérna! (ertu kannski komin heim?) ást - Vala xxxxx
okei - í fyrsta lagi þá las ég FENDER JAZZ BANGSI hahahahahah! var ekki alveg að ná þessu með hljóðfærið fyrren ég las þetta aftur! og vá hann er töff þessi BASSI!! og fer þér úber vel ;) úje!
las vegas er KLIKKUÐ BORG !!! vá hvað það er geggjað að vera þar :D (and what happens in vegas, stays in vegas ójá)!
sjitt hvað ég öfunda þig af pussycat dolls tónleikunum!! vá hvað mig langar á svoleiðis .. btw gellan lengst til vinstri .. er húnekki í neinu að neðan nema skóm ahhaahhahahahahahaha! (smá djók, sé samt engin föt nema svarta línu híhi)!
að lokum þá stóröfunda ég þig af að geta keypt jólagjafir í usa .. ég hef í fyrsta lagi engan tíma til að kaupa jólagjafir, hvað þá hugsa upp hvað skal gefa fólki!!! enda reyndi ég að komast hjá eins mörgum gjöfum og ég mögulega gat þetta árið! en svo þarf ég að nota laugardaginn og ÞORLÁKSMESSU í að kaupa gjafir - god bless my soul! fyrir utan að það er leiðinlegt að kaupa gjafir á íslandi! úffsí böggs!
anywho - komið nóg af rugli hér híhí - á að vera að læra undir félagsfræðipróf sem verður á mánudag og ég er að farað skítfalla í að öllum líkindum! damn! best að halda áfram! knús og kossar til þín sætust mín :*
Skrifa ummæli