miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Video killed the radiostar

Þá er ég mætt til Perú en fer til Cóló á morgun. Í Chile var svakastuð og núna kemur skemmtilega sagan. Ókei. Þetta byrjaði allt með myspace. Þar er einhver chile-ísk kvensa búin að vera að tuða í mér að koma í einhvern útvarpsþátt þar í landi. Ég sagði alltaf bara pent nei eða svaraði henni ekki. Svo þegar við komum í landið hélt hún áfram að tuða og ég vorkenndi svo greyið konunni að ég ákvað að koma í þennan þátt hennar og sagði henni að koma á hótelið innan klukkustundar. Auðvitað kom hún ekki enda var hún ekki búin að sjá póstinn. Um kvöldið beið hún svo fyrir framan hótelið og hálfpartinn réðst á Brynju og Erlu. Bað hún þær um að gefa mér gjöf frá sér og miða sem á stóð að hún hefði ekki séð þetta fyrr en of seint og vildi hitta mig daginn eftir. Gjöfin var hálsmen og einhver dolla. Ég bauðst því til að hitta hana daginn eftir á hótelinu. Hún var með túlk með sér og bað mig um að gera svona "Þetta er Særún og þú ert að hlusta á blablabla". Gerði ég það á afar lélegri spænsku og hló mikið inn í mér á meðan og aulahrollurinn var í hámarki. Spurði hún mikið um mitt einkalíf sem ég var ekki alveg til í að svara að svo stöddu. Svo bað hún mig líka um að láta Björk árita disk en ég hélt nú ekki. En þetta var bara gaman og fyndið að hugsa til þess að hafa verið í útvarpsþætti í Chile. Svo sá ég píuna mjög framarlega á tónleikunum hágrenjandi. Voða emó eitthvað.
En á tónleikunum (sem voru 11.000 manna tónleikar á fótboltavelli) spiluðum við tvö ný lög, Come To Me og Who Is It? og tókst það þrusuvel. Á staðnum var súkkulaðigosbrunnur sem allir voru að missa sig yfir. Sem betur fer tók enginn dýfu í gosbrunninn.

Í Lima var lítið annað gert en að borða hráan lax og fara á indíánamarkað að kaupa jólagjafir. TOTO menn spila svo hérna á morgun. Mikil ógleði hér yfir að missa af þeim. Jæja, spilum eftir smá þannig að ég bið bara að heilsa. Blellöð!


Harpa og Valdís - portkonur með meiru (myndin var sko tekin í svona porti)


Skelltum okkur á einkagigg Chris Corsanos trommarans okkar. Nettör.


Aksjónmynd. Vantar bara Spídermann inn á.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HAHAHA þetta er alltof fyndið!!! vá hað er fyndið að lenda í þessu!!! HAHAH ég hlæ virkilega upphátt :)
- Vala margrét