laugardagur, nóvember 17, 2007

Prins póló í Cóló

Hér í Cóló er allt fljótandi í kóki og kaffibaunum. Eyddum fyrsta frídeginum í miðbæ Bogotá (eða Coke-otá eins og ég kýs að kalla borgina) og ætluðum að fara á stærsta gullsafn í heimi en það var víst lokað. Löbbuðum um götur bæjarins og var glápt á okkur eins og einhver sirkusdýr. Meira að segja löggurnar á aðaltorginu sneru sig úr hálslið þegar við löbbuðum fram hjá. Ekki skánaði það þegar við fórum á einhvers konar innimarkað því þar hlógu verslunarmennirnir bara að okkur. Ekki er viðskiptavit mitt mikið en það eitt veit ég að það þýðir lítið að hlægja að viðskiptavinum sínum því þá verður nú lítið keypt. Ég fékk mér síðan besta latté sem ég hef á ævinni smakkað og sumir keyptu þyngd sína af kaffi til að fara með heim. Halló yfirvigt. Seinna um kvöldið brummuðum við nokkur fyrir utan Bogotá og á afar spes veitingastað. Var hann afar skrautlegur og voru dansarar út um allar trissur. Maturinn var mjög góður, eitthvað svona ekta kólumbískt.
Hér í landi ríkir enn borgarastyrjöld og sést það greinilega. Lögreglumenn eru út um allt og fólk meira að segja gengur um með riffla vafða inn í barnateppi. Eins gott að vera ekki einn á ferð og mæta einum slíkum í dimmu húsasundi.

Gærdagurinn fór í lítið annað en að skipta um hótel og æfingar. Í dag er svo okkar síðasti performans hér í þessari heimsálfu og á morgun verður haldið heim á leið. Fyrst með flugi til Madrid, svo til London og þaðan heim á klakann. Við komum því ekki heim fyrr en á rétt eftir miðnætti á þriðjudaginn og verður því hoppað beint upp í rúmið mitt góða og ofurblundur tekinn á þetta í ótiltekinn tíma.

Skvetti inn nokkrum myndum til að skreyta þetta nú aðeins:


Brynjan hress á torginu


Það var eitthvað svakalegt löggusjóv í gangi


Dansararnir alveg með þetta!


Stuðborðið


Númi kokkur átti afmæli um stund. Bara til að fá maríatsíspilarana til að spila fyrir okkur. Haha. Tékkið á plastkökunni.


Og að lokum ein af kólumbíska vísanu mínu. Ég vissi ekki að ég gæti verið svona alvarleg á mynd!

Ég læt svo heyra í mér þegar ég kem heim. Get allavega ekki beðið eftir að hitta alla og þá sérstaklega eins litla óþekka Kleinu. Mússímússímú.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hææææj sykurpúði :D alltaf stuð á þér ;) .. viltu samt vinsamlega passa þig á borgarastyrjöldinni - ég vil fá þig heila heim takk !!

get ekki beðið eftir að sjá þig :D :D :D :D :D knús í kless sætust :*