Kominn tími til
að blogga smá. Við erum ennþá hérna í Brasilíu og fljúgum til Argentínu á morgun. Gigguðum í Sao Paulo eina kvöldstund ásamt vinum okkar í Spank Rock, Hot Chip, Arctic Monkeys og The Killers. Svo ákváðu Juliette Lewis and The Licks að hljóðmenga aðeins þarna á milli. Svo gerðist bara leiðinlegt sem ég ætla ekkert að fara út í.
Í gærkvöldi spiluðum við svo hérna í Curitiba á sama festivali. Eftir á var heljarinnar partí með súludans og læti. Ætla ég aldrei að stunda þá iðju. Stórhættulegt sport. Svo sá ég The Killers spila í fyrsta skipti þótt við höfum spilað heldur betur oft á sömu festivölum og þeir. Trommarinn var íklæddur galdrakallabúning í tilefni hrekkjavökunnar. Svaka fönní. Svo er bjór hérna sem heitir Skol. Haha. Mér brá líka heldur betur í brún þegar ég sá auglýsingu á brasilískri sjónvarpsstöð. Verið var að auglýsa Saturday Night Live og poppaði ekki bara klippa af okkur á skjáinn. Fyndið að sjá sig í brasilísku sjónvarpi. Jæja ég er farin að dást að nýju töffaraskónum mínum og enda þetta með myndum fyrir myndaótt fólk.
Ókei djók, þær koma seinna. Lofa.
Svo læt ég heyra í mér í Buenos Aires krakkar mínir. Svo hef ég komist að því að lífið er alltof stutt. Farðu því að næstu manneskju sem þú sérð, faðmaðu hann eða hana og segðu að þú sért svo glaður yfir að hann eða hún hafi fæðst. Bara smá væmni í tilefni dagsins. Það er líka dagur hinna dauðu hjá nokkrum hérna í nágrenninu. Blelluð.
fimmtudagur, nóvember 01, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hey I watched you and Bjork at the Tim Festival in Curitiba. I didn`t know Gael Garcia was in Brazil!
Skrifa ummæli