Góðir vindar
Þá erum við mættar til Buenos Aires ofurhressar að vanda. Höfum sloppið við alla rigningu hér annað en í Brasilíu. Vitaskuld hefur því tönunin verið tekin á þetta og er árangurinn framar björtustu vonum. Ég mun því hér eftir vera kölluð Svarti Sambó... stundum Rauði Sambó þegar óhöppin gerast. Planið í dag var samt að kíkja í trúarlegan skemmtigarð hér í borg og hitta Jússa og vini hans. Fá heilagan anda í flösku. En hann var því miður bara opinn um helgar. Asnó. Þegar ég lít hérna yfir finnst mér samt eins og ég sé bara mætt til Köben og aðra stundina held ég að ég sé á Times Square. Skrýtið. Datt allavega aldrei í hug að borgin væri svona. Hef samt bara séð brotabrot af henni og líst vel á það sem ég hef séð
Tónleikarnir í gær gengu alveg glymrandi. Allt öðruvísi set-listi sem hristi aðeins upp í þessu. Fremst mátti sjá grenjandi hommapar og konur með maskarann lekandi niður á kinnar. Kómískt.
Svo þegar maður steikir sig í sólinni allan daginn er ekkert annað hægt en að sjúga í sig slúðrið. Greyið hún Britney. Sprautandi einhverju rusli í varirnar og læbó á lærunum um hverja helgi. Jidúddamía. Nú blöskrar mér. Alveg eins og mér blöskraði um daginn yfir stærð eins manns. Djí. Hann var svo stór.
En því miður hef ég engar birtingarhæfar myndir til að sýna ykkur í þetta skiptið. Innihalda allar brúna maga eða sukk og svínerí. Tók samt mynd með símanum mínum af einhvers konar fálkum sem voru að tékka á okkur Brynju í sólbaði í dag. Kem henni samt ekki í tölvuna. Voru bara nokkrum metrum frá okkur og virtust svangir. En ég er víst að fara að dansa og sjá tangó núna eftir smá. Það er eitthvað sem maður verður að gera í Argentínu. Þetta verður skrautlegt.
Næst koma myndir og skemmtilegra blogg..
mánudagur, nóvember 05, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Which one did you prefer? Argentina or Brazil? I have spent one month in Iceland and I loved it. I learned a lot of curse words. Too bad I never got to meet any of you Icelanders while you were staying in the hotel right beside where I work (Pestana).
haha þú ættir að heyra nýja lagið frá nylon og sniglabandinu - heitir britney spears .. BARA fyndið!!!! :D
sakna þín sætust !!!
og btw - mun svo sannarlega alltaf (eða næstum alltaf hehe) hafa tíma fyrir þig af því að þú ert BEST!!!)
Skrifa ummæli