þriðjudagur, nóvember 27, 2007

Blúbb!

Kleinan mín fór frá okkur í gær en það breytir því ekki að ég á víst afmæli í dag. Það kemur sér líka asskoti vel að vera orðin 21 árs þegar maður er að fara til Vegas í hjartalaga djakúsí eftir nokkra daga. Þar verður sko gamblað og gamblað fram á rauða nótt. Af því bara. Vaknaði ég við yndisfagran söng Nærbuxnakórsins en því miður flexaði enginn nærunum þetta árið. Fékk ég þennan fína útivistargalla frá uppalendunum. Kannski verið að segja manni eitthvað. Veit ekki. En deginum verður eytt í tiltekt og kökubakstur þannig að ég finn á mér að þetta verður góður dagur. Uss já. Ég er alltaf að kynnast húsmóðurinni í mér betur sko. Svo testar maður kannski útivistargallann með því að fara með Sókra kall í göngu í kvöld. Nei sælir.


Naujnauj, allt finnur maður á netinu. Svo er þetta bara svolítið líkt mér...

3 ummæli:

Unknown sagði...

Happy birthday baby....og bara rock on!

Nafnlaus sagði...

elsku elsku uppáhald ! samhryggist innilega með elsku Kleinu .. blessuð sé minning hennar :*

og enn og aftur til hammó með ammó sætust :D :D :D !

Erla sagði...

Vá hlakka strax til næstu afmælisveislu sem þú heldur þvú þú kannt sko að baka bombukökur!!!!