fimmtudagur, ágúst 09, 2007

Bada bing

Helgi allra helga er liðin. Ég gerði nú alveg slatta. Fór í Úthlíð með skvísunum Sigrúnu og Brynju úr gömlu vinnunni og skemmtum okkur konunglega. Fórum á sveitaball, í kollhnísa, á Gullfoss, ég stal hamborgurum og ég veit ekki hvað og hvað. Myndir allra mynda eru á MínumGeimi hérna til hliðar fyrir forvitna. Komum nú heim rétt fyrir 10 um morguninn og pæjurnar að fara að vinna kl. 12. Obbosí. En ég bara svaf og svaf. Svo fór familían til Kuben á mánudaginn og það hefur því bara verið rólegt hérna heima hjá okkur Sókra. Enginn að bögga mann. Jújú, alveg smá.

Á eftir er svo myndataka fyrir eitthvað erlent tónlistarblað. Og það úti. Veðrið er nú ekkert að hrópa húrra en ég læt það nú ekki á mig fá. Ég mun ekki bugast! Við stelpurnar höldum hita á hvorri annarri. Blása bara. En jæja, fyrst ég er komin í bullið hérna er tilvalið að enda þetta með smá lagi sem ég er búin að vera með á heilanum í alllangan tíma:

Ég er ekki kynmóðir þín,
elsku sonur minn.
Kynmóðir þín er dáin
og líka kynpabbi þinn.
Kynpabbi þinn,
kynpabbi þinn,
kynpabbi þiiiinn.

Örugglega ekki allir sem fatta hvaða lag þetta er en þeir sem gera það eru heppnir.


Ofurlúðinn kveður í bili

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sjitt erum við að tala um heitustu gellu íslands eða hvað !!! úff einhver - réttið mér viftuna!!!!

hvernig gekk annars myndatakan - ég steingleymdi því að sjálfsögðu hóst hóst .. get ekki munað allt skiluru ;) var of busy að vera á deiti sem gekk ekki hahahahahhahahah!!

luuuuuuuuv skvís:*

Nafnlaus sagði...

bíddu bíddu er þetta ekki úr fóstbræðrum.. sigurjón kjartanson trúbbi..??

Særún sagði...

Jú mikið rétt frænka. Þessar gáfur þínar eru greinilega í ættinni...

Reyndar er Helga Braga að syngja fyrir Sigurjón en hann samdi þetta pottþétt.