Svefninn - að eilífu - amen
Ég hef sofið endalaust síðan ég kom heim. Hálfur sólahringurinn eða jafnvel meira fer í svefn. Svo geyspa ég hinn helminginn af sólahringnum sem ég er vakandi. Þetta gerist víst þegar maður hefur þannig lagað séð ekkert sérstakt að gera. Ég þarf ekki að mæta í vinnu. Ég fæ eiginlega borgað fyrir að sofa. En þetta er ekkert sniðugt. Þá fer helmingurinn af fríinu mínu bara í eitthvað rugl. Einhverja fokkdöpp drauma og martraðir sem ég vil ekkert með hafa. Mig dreymdi til dæmis aftur í nótt að Erla reyndi að keyra bílinn minn upp tröppur og þar með eyðilagði hann. Það er ekkert þægilegt að vakna við svona. Hér með dömpa ég svefninum og byrja með... vöknuninni. Fer svo bara út að hjóla í rokinu. Erfitt að geyspa í vindinn þið fattið.
Og nei, ég er ekki að gera neitt spes um helgina heldur. Allavega ekki sofa. Bara djamma.
PartýSærún kveður
In English: I sleep a lot. And I'm hot.
föstudagur, ágúst 03, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
hlakka suddalega til að sjá þig beibí :* getum skóbblað í okkur dinner og munnræpast út í eitt - og svo smurning hvort það verður tekið eitt stórt túttudjamm á þetta ;) dansidans að eilífu ! knús þangað til á eftir ...
og já .. svefn er ofmetinn ... ég held sko að þú sért búin að vera að taka út minn skammt því ég hef ekki haft tíma til að sofa síðustu vikuna/vikurnar ;) ! takk þú ert alltaf jafn elskuleg !!! :D
Heyrðu ég er greinilega alltaf að eyðileggja bílinn þinn í þessum tröppum í draumum þínum. Passaðu bara að leyfa mér aldrei að keyra hann.
Skrifa ummæli