Heima
Þar er best eins og maðurinn sagði einu sinni. Það var fínt að fá sér BIO mjólk með perubragði þegar ég kom heim og pissa síðan í íslenskt/sænskt eðalklósett. Það var ekki verra að fá grjónagraut og fara síðan í sturtu og þurfa að henda handklæðinu í óhraunatauið í staðinn fyrir á gólfið og bíða eftir að háskípíng myndi taka það. Það var samt best að þurfa ekki að setja skítugu fötin ofan í ferðatösku heldur rétta bara mömmu. Já lífið er ágætt.
Á mánudaginn fluffast ég svo til London að taka upp fyrir Jools Holland Show sem er eitthvað svaka stórt þarna í Bretalandi. Og ekki er gesturinn lítill þar á bæ, eðalbítillinn Paul McCartney. Hann er nú heldur krumpaður fyrir minn smekk ef ég á að segja eins og er. Svo kem ég aftur á miðvikudaginn og ætti að fá frí þangað til í endaðan júní.
Og núna er ég læst inni. Nenni ekki alveg að útskýra það en ég er það samt.
Leiter skeiter
Það er auðvitað bara fyndið að vera á hvolfi á Sasquatch festivalinu
Samstilltur hópur
fimmtudagur, maí 31, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
æ, mánuður í að ég sofni í bláa sófanum heima. ah..
velkomin heim!
Skrifa ummæli