föstudagur, maí 25, 2007

Humar í sumar

Fyrir nokkrum dögum var ég í Eugene í Oregon fylki. Rigningin og kuldinn tók á móti manni með opnum örmum og bleytti heldur betur í manni. Planið fyrir daginn var heldur ekkert slor en það var langþráð river rafting eða árflekun eins og það vippast yfir á íslensku. Við fórum nú bara fimm af okkur stelpunum eða helmingurinn. Slöpp mæting en krúið mætti vel. Fórum á bílaleigubílum upp að McKenzie-ánni og var maður gallaður (mjúk eddl) upp á staðnum. Engir búningsklefar eða neitt. Það er líka bara fyrir aumingja. Valdís, Andrea og Jez voru með mér í bát og brummuðum við niður ána á þremur tímum eða svo. Landslagið var alveg magnað en veðrið hefði mátt vera betra. Ég fékk líka ansi margar gusurnar yfir mig af því að hörkutólið ég vildi vera fremst. Það þýðir líka ekkert annað. Þá var bara málið að gleypa vatnið, snýta því úr nösinni, leyfa maskaranum frá því í deginum áður að leka niður kinnarnar og halda áfram. Bómullarfötin sem maður var í voru ansi blaut en maður var gáfaður að koma með aukaföt. Þá var bara ljóslausi kamarinn tekinn á þetta og lyktin, gotta love it! Svöng og rök keyrðum við til baka og við tók lengsta sturtuferð sem ég hef á ævi minni farið í. Mamma hefur tekið tímann á mínum ferðum heima og sló þessi heldur betur metið. Hún var líka svo góð. Mamma og sturtuferðin. Letin var í essinu sínu og þá var málið bara að panta pizzu upp á herbergi sem var sú besta sem ég hef smakkað í laaaangan tíma. En toppar samt ekki mína pizzu. Ónei. Upp í rútu og til Vankúvah í Kanada yfir nóttina.

Vankúvah er voðalega kósí borg. Allt annað en Kanaland og það hyski. Hvað var þá annað hægt að gera en að versla? Veit ekki. Ég gerði það allavega. Keypti mér þessa fínu Adidas peysu í Adidas búð og söng svo All Day I Dream About Sex. Maður er nú ekki maður með mönnum ef maður fattar þennan djók ekki. Hér sést bakið og varð ég bara að flexa basúkkurnar fyrir þessa myndatöku. Erla tók.


Hún er líka bara smá dónó

Allavega. Fyrsta kvöldið fórum við á veitingastað. Það var gaman. Svo fórum við nokkrar á kokteilbar sem var heldur betur dónalegur. Nektarmyndir á veggjunum og kokteilarnir hétu klúrum nöfnum. Smá sýnishorn:


Ónefnd móðir hefði nú gengið út af þessum stað

Og um nóttina var maður nú heldur betur vakinn með stæl. Vaknaði við það að hún Brynja var að lemja mig með púða og sagði svo: "Særún, hættu að hrjóta!" Hef ekkert hrotið síðan þá. Ég hef verið læknuð!
Daginn eftir fór ég í gymmið og hjólaði af mé rassgatið. Hressandi. Svo var ekkert annað hægt að gera en að versla meira og keypti ég mér snjóbrettabakpoka sem er bara megakúl ef ég á að segja frá. Varð líka að kaupa eitthvað undir allt dótið sem ég keypti mér því einhvern veginn verð ég að komast með þetta heim. Hinar töskurnar sprungnar bara. Kabúmm! Létt æfing a la Icelandic Wonder Brass Corporation og síðan fór hann Damian með okkur í ansi skemmtilega ferð. Tókum Aquabus sem er lítill bátur yfir á aðra eyju einhvers staðar þarna. Þar var svona sjávarréttarstaður og ég stóðst ekki mátið heldur varð að fá mér heilan humar. Ég bara varð! Og hér er ég að segja bless við humarinn áður en ég borðaði hann:


Og hana nú!

En ekki kunni ég nú að borða óargadýrið. Fékk fullt af tækjum og tólum og notaði bara eitthvað. En hann var kláraður enda er maður þrjóskari en Kalli Bjarni. Hann var góður en pabba er samt betri. Verð nú bara að viðurkenna það. En þetta var sem sagt dýrasta máltíð mín fyrr og síðar en hvað eru nokkrir dollarar milli vina? Segi það.
Næsti dagur fór í töskupakk já tónleika. Deer Lake Park var pleisið og var hið ágætasta. Giggið gekk svaka vel og voru áhorfendurnir afar skrautlegir. Mátti sjá fremst konu með svan um hálsinn (eitthvað stolið) og í Bachelorette var ein kona með miðputtann uppi allan tímann. Kannski var henni dömpað yfir þessu lagi. Hvað veit ég. Alveg fullt en ekkert um þetta. Svo var líka gamall kall fremst með Fuji myndavél. Hann var töff. Og grenjandi kona. Það má ekki vanta. Og aftarlega voru 3 gaurar sem voru málaðir eins og Björk eins og hún er inni í Voltaplötunni. Svaka fönní. Já maður er ekkert að fylgjast með nótunum á svona tónleikum. Það er alveg víst. Eftirpartíið var líka snilld. Eitt herbergi var lýst með einum lampa sem einhver sniðugut kveikti og slökkti á til skiptist. Síðan sprakk öryggið. En það kom aftur á og þá var skipt um ljósamann. Kallaðist það Ljósaskipti. Haha. Síðan voru íslensku lögin kyrjuð í kór og fóstjarðarhjartað barðist um í brjóstinu. Það var gott. Upp í rútu og þurftum við svo að skjögrast út úr rútunni um miðja nótt og sýna passana okkar við landamærin. Gaman.

Og svo vaknaði ég bara í Seattle og er hér ennþá. Tjillaði bara í dag og talaði í símann í svona 2 tíma. Góð Særún! Fór svo með gellunum út að borða áðan á þennan svakalega ítalska stað. Namminamm.
Á laugardaginn er svo okkar síðasta gigg í smá tíma og svo beint í flugvél til Boston og svo heim. Jí! Þetta verður örugglega mitt síðasta blogg hér í Kanalandi. Búhú. Bæ. Nokkrar myndir,


Svaka skvísur


Róa sig aðeins! Haha.


Megi humarinn Heimir hvíla í friði



Björk greinilega eitthvað smá skotin í þessum. Nei djók.

1 ummæli:

Nick sagði...

I don't know much Icelandic, but I do agree:
"Eftirpartíið var líka snilld." Was it you that was working the lamp? There is this retarded saying in English: When life gives you lemons, make lemonade. You made lemonade, gurl.