Áfram áfram áfram bíííílstjóri!
Þá er hið eiginlega rútuferðalag byrjað. Ég kvaddi New York með kökkinn í hálsinum en þó ekki Times Square. Það má eiga sig. Rútan er sannkölluð lúxusrúta. Inniheldur hvorki meira né minna en 12 kojur sem allar hafa sjónvarp, þráðlausa nettengingu, baðherbergi, tvo flatskjái, heimabíó og ekki má gleyma örbylgjuofninum. Nenni ekki að taka myndir af djásninu en geri það seinna. En eini ókosturinn er að það má ekki gera stórar þarfir í klósettið og ekki sturta pappírnum niður. Honum er því hent í ruslatunnu við hliðina á klóllanum. Lyktin er því góð.
Það gekk ágætlega að sofna í gær þrátt fyrir að mín hafi verið svolítið stressuð fyrir því. Vélin ekki sú hljóðminnsta sko. En það gekk ágætlega þökk sé tölvunnar minnar sem svæfði mig svo ljúflega. Síðan kl. 10 í gærmorgun vorum við bara allt í einu komin til Cleveland eða Klofland eins ég kýs að kalla það. Fengum lúxusherbergi á Hiltonhóteli hér í bæ til að vera á og þá var tíminn nýttur í það já... að sofa. Fórum svo í House of Blues til að fá okkur í svanginn og fékk ég mér afar sérkennilega pizzu en góða. Hún var með barbíkjúsósu sem bragðaðist bara svona glimrandi vel. Mamma, þú að baka pizzu. Núna! Svo voru víst Black Sabbath tónleikar í gangi en því miður var uppselt. Annars hefði maður nú skokkað yfir.
Og núna er ég í Chicago að fara í hljóðathugun. Chicago lofar góðu en versta er að við förum héðan í nótt. Fékk samt að fara í sturtu áðan á Hard Rock hótelinu og fékk Led Zeppelin herbergi. Enda er maður rokkari. Enga myndir. Bara lesning.
laugardagur, maí 12, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hahahha, takk esskan - núna er ég komin með bílstjóralagið á HEILANN !! og hvort var það allar stelpur pissí kopp, allir strákar borða popp..eða öfugt ? hehe
voðalega er fólk samt slappt við að kommenta hjá þér - þú líður fyrir að ég er alltaf á næturvöktum þannig að ég hef nægan tíma til að bögga þig :D múhahhahha!! er samt á síðustu núna í bili - svo aftur á miðvikudagsnótt þannig að ég krefst þess að þú verðir helst búin að blogga svona já 2 - 3 sinnum og það langar færslur ;)
ég titla sko þitt blogg sem besta blogg ársins !! takkfyrir og bless!!
nei ekki alveg strax .. hvað get ég sagt þér meira hömmmmm! haha já ég dottaði áðan nokkrum sinnum og dreymdi í hvert sinn að hafdís hefði brotist inní eldhús og étið kökuna sem er þar og allt í einu voru komnar nokkrar kökur í viðbót og svo .. var allt í einu komin ÖNNUR HAFDÍS !! semsagt TVÆR!! úff þetta var erfitt sko ! bjössi átti semsagt 60.ammæli í gær (12.maí) :D töff sko!! og Elma er farin til usa í 3 vikur (kannski áttu eftir að hitta hana!!! - nei samt hún er í pennsylvaniu;)!
anyways - hætta að bulla, fara að vinna jájá! hafðu það gott í þessari ofurtöff rútu - sjetturinn - verður að taka mynd af þessu klabbi!!
luuuuuuuuuuv!! ónlí fjúv deis öntill jú komm hóm hómí!! :D
Skrifa ummæli