fimmtudagur, maí 10, 2007

Á enda

Þá er dvöl mín hér í borg senn á enda og satt best að segja þá er ég bara hálffegin. Get ekki alveg útskýrt það og ætla ekki einu sinni að reyna það. Svo skrýtinn er maður.

Nokkrar úr hópnum skelltum okkur á Arcade Fire tónleika á mánudaginn í United Palace en þar vorum við að spila síðasta laugardag. Við vorum á gestalista af því að Björk og þau eru hjá sömu umboðsskrifstofu. Gaman að því. Fengum yndisleg sæti á 6. bekk fyrir miðju og jerimías hvað það var gaman. Skemmti mér nú það mest yfir Rebellion Lies sem áhugasamir geta heyrt á myspace-inu mínu hér til hliðar. Það var líka magnað að sjá tvo gaura sem spiluðu á hin ýmsu hljóðfæri og meira að segja skiptu um í miðju lagi. Má þar helst nefna franskt horn (auðvitað), trúmpet, flügelhorn, klarinett, bassasaxófón, saxófón og sitthvað fleira. Þetta kallar maður sko múltítalentmenn. Aðalsöngvarinn var velsveittur og var ekki þurr blettur á honum. Hann tók líka gott krád sörf í endann sem fór vel í fólk. Við fengum svo að fara baksviðs eftir tónleikana og spjölluðum við einn í hljómsveitinni í smástund. Hann var hress. Þau fá samt ekki jafn flott partí og við. Bömmer. Svo var það neðanjarðarlestin heim á hótel.

Vaknaði bara snemma næsta morgun og ég og Erla skunduðum í tónlistarbúð að leita að hinu og þessu sem var svo ekkert til af. Þetta hefði nú aldrei gerst í Tónastöðinni. Neeei. En svo var brummað í dúbíushverfið Harlem í Apollo Theatre en þar var einmitt James Brown til sýnis eftir dauða sinn. Næææs. Þar í húsi hefur líka margt talentfólkið verið uppgötvað í vikulegum hæfileikakeppnum. Man ekki nöfnin en þau eru stór. Síðan gaf Björk G. okkur gjöf. Jóga DVD og jógadýnur. Þetta ætti að koma sér vel í rútunni. Hljómsveitin sem hitaði upp var svaðaleg en hún heitir því skemmtilega nafni þegar því er sveipað yfir á íslensku, Rassskellingarokk. Áhugasamir geta kíkt hér og og fengið bítið beint í æð og eyru. Þeir voru hressir. Ekkert stress á minni fyrir tónleikana eins og vanalega en á tónleikunum fékk ég smá ropuveiki og ropaði eins og óður maður af og til. Og ég geri nú ekki mikið af því að ropa dagsdaglega. Kann það ekki einu sinni. Það komu því skemmtileg hljóð út úr mér þetta kvöldið. Síðan var smá skálerí og mátti sjá fólk af ýmsum toga, glimmerfólk, dúkkufólk, hárkollufólk, frægt fólk, stuttbuxnafólk og svona. Svo var brummað á hótelið og í djammgallann því útgáfupartí var það heillin. VIP hæðin var freeekar lítil og sveitt en við létum það ekki á okkur fá heldur skemmtum okkur konunglega. Prullmyndir voru í hávegum afar en spurning hvort þær fái að sjá dagsins ljós.

Í dag er planið svo að gera lokainnkaup, fara með smá þvott í þvott og dúlla sér smá. Á morgun er svo hið langþráða Júróvisjón og þá er málið að halda smá teiti, horfa á sjóvið og borða lakkrísinn sem foreldrar Brynju voru svo yndislegir að koma með handa okkur frá föðurlandinu.


En ferðin heldur víst áfram og þá er planið að hoppa upp í lúxusrútu annað kvöld og lúlla allan tímann ef hægt er. Svo er bara að sjá hvort ég geti eitthvað sofnað í þessu. En þá er gott að hafa lappara með fullt af dóti til að horfa á. Je. Þetta er ekkert slorferðalag því við keyrum þvert yfir Kanaland og meira að segja til Kanada. Og bara 18 dagar í það að ég komi heim! Það er ekki neitt. En hér koma nokkrar myndir sem segja meira en milljón orð:


Auðvitað vorum við hressastar á Arcade Fire


Sveitti söngvarinn með endurskinsmerki svo hann sjáist örugglega í myrkrinu


Eitthvað sveitt 80' lag í gangi þarna


Klikkgaurinn Alan, Númi kokkur og "You can ring Mark Beeeeell, ring Mark Bell!"

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

djöfull er ég sátt við hvað þú ert dugleg að blogga sæhestur !!!

en æji ég er farin að þurfa þig heim hehe- finnst vera svo margt sem við þurfum að ræða .. þótt þitt líf sé nú ögn meira spenntilegt en mitt ;) hehe!!

skemmtu þér á roadtrippinu stóra celebrítið mitt - ég er svo ógeðislega stolt af þér og segi sko öllum hvað þú ert ofurtöff og algjört æði!

luuuuuuuv!