fimmtudagur, maí 31, 2007

Heima


Þar er best eins og maðurinn sagði einu sinni. Það var fínt að fá sér BIO mjólk með perubragði þegar ég kom heim og pissa síðan í íslenskt/sænskt eðalklósett. Það var ekki verra að fá grjónagraut og fara síðan í sturtu og þurfa að henda handklæðinu í óhraunatauið í staðinn fyrir á gólfið og bíða eftir að háskípíng myndi taka það. Það var samt best að þurfa ekki að setja skítugu fötin ofan í ferðatösku heldur rétta bara mömmu. Já lífið er ágætt.

Á mánudaginn fluffast ég svo til London að taka upp fyrir Jools Holland Show sem er eitthvað svaka stórt þarna í Bretalandi. Og ekki er gesturinn lítill þar á bæ, eðalbítillinn Paul McCartney. Hann er nú heldur krumpaður fyrir minn smekk ef ég á að segja eins og er. Svo kem ég aftur á miðvikudaginn og ætti að fá frí þangað til í endaðan júní.

Og núna er ég læst inni. Nenni ekki alveg að útskýra það en ég er það samt.

Leiter skeiter


Það er auðvitað bara fyndið að vera á hvolfi á Sasquatch festivalinu


Samstilltur hópur

föstudagur, maí 25, 2007

Humar í sumar

Fyrir nokkrum dögum var ég í Eugene í Oregon fylki. Rigningin og kuldinn tók á móti manni með opnum örmum og bleytti heldur betur í manni. Planið fyrir daginn var heldur ekkert slor en það var langþráð river rafting eða árflekun eins og það vippast yfir á íslensku. Við fórum nú bara fimm af okkur stelpunum eða helmingurinn. Slöpp mæting en krúið mætti vel. Fórum á bílaleigubílum upp að McKenzie-ánni og var maður gallaður (mjúk eddl) upp á staðnum. Engir búningsklefar eða neitt. Það er líka bara fyrir aumingja. Valdís, Andrea og Jez voru með mér í bát og brummuðum við niður ána á þremur tímum eða svo. Landslagið var alveg magnað en veðrið hefði mátt vera betra. Ég fékk líka ansi margar gusurnar yfir mig af því að hörkutólið ég vildi vera fremst. Það þýðir líka ekkert annað. Þá var bara málið að gleypa vatnið, snýta því úr nösinni, leyfa maskaranum frá því í deginum áður að leka niður kinnarnar og halda áfram. Bómullarfötin sem maður var í voru ansi blaut en maður var gáfaður að koma með aukaföt. Þá var bara ljóslausi kamarinn tekinn á þetta og lyktin, gotta love it! Svöng og rök keyrðum við til baka og við tók lengsta sturtuferð sem ég hef á ævi minni farið í. Mamma hefur tekið tímann á mínum ferðum heima og sló þessi heldur betur metið. Hún var líka svo góð. Mamma og sturtuferðin. Letin var í essinu sínu og þá var málið bara að panta pizzu upp á herbergi sem var sú besta sem ég hef smakkað í laaaangan tíma. En toppar samt ekki mína pizzu. Ónei. Upp í rútu og til Vankúvah í Kanada yfir nóttina.

Vankúvah er voðalega kósí borg. Allt annað en Kanaland og það hyski. Hvað var þá annað hægt að gera en að versla? Veit ekki. Ég gerði það allavega. Keypti mér þessa fínu Adidas peysu í Adidas búð og söng svo All Day I Dream About Sex. Maður er nú ekki maður með mönnum ef maður fattar þennan djók ekki. Hér sést bakið og varð ég bara að flexa basúkkurnar fyrir þessa myndatöku. Erla tók.


Hún er líka bara smá dónó

Allavega. Fyrsta kvöldið fórum við á veitingastað. Það var gaman. Svo fórum við nokkrar á kokteilbar sem var heldur betur dónalegur. Nektarmyndir á veggjunum og kokteilarnir hétu klúrum nöfnum. Smá sýnishorn:


Ónefnd móðir hefði nú gengið út af þessum stað

Og um nóttina var maður nú heldur betur vakinn með stæl. Vaknaði við það að hún Brynja var að lemja mig með púða og sagði svo: "Særún, hættu að hrjóta!" Hef ekkert hrotið síðan þá. Ég hef verið læknuð!
Daginn eftir fór ég í gymmið og hjólaði af mé rassgatið. Hressandi. Svo var ekkert annað hægt að gera en að versla meira og keypti ég mér snjóbrettabakpoka sem er bara megakúl ef ég á að segja frá. Varð líka að kaupa eitthvað undir allt dótið sem ég keypti mér því einhvern veginn verð ég að komast með þetta heim. Hinar töskurnar sprungnar bara. Kabúmm! Létt æfing a la Icelandic Wonder Brass Corporation og síðan fór hann Damian með okkur í ansi skemmtilega ferð. Tókum Aquabus sem er lítill bátur yfir á aðra eyju einhvers staðar þarna. Þar var svona sjávarréttarstaður og ég stóðst ekki mátið heldur varð að fá mér heilan humar. Ég bara varð! Og hér er ég að segja bless við humarinn áður en ég borðaði hann:


Og hana nú!

En ekki kunni ég nú að borða óargadýrið. Fékk fullt af tækjum og tólum og notaði bara eitthvað. En hann var kláraður enda er maður þrjóskari en Kalli Bjarni. Hann var góður en pabba er samt betri. Verð nú bara að viðurkenna það. En þetta var sem sagt dýrasta máltíð mín fyrr og síðar en hvað eru nokkrir dollarar milli vina? Segi það.
Næsti dagur fór í töskupakk já tónleika. Deer Lake Park var pleisið og var hið ágætasta. Giggið gekk svaka vel og voru áhorfendurnir afar skrautlegir. Mátti sjá fremst konu með svan um hálsinn (eitthvað stolið) og í Bachelorette var ein kona með miðputtann uppi allan tímann. Kannski var henni dömpað yfir þessu lagi. Hvað veit ég. Alveg fullt en ekkert um þetta. Svo var líka gamall kall fremst með Fuji myndavél. Hann var töff. Og grenjandi kona. Það má ekki vanta. Og aftarlega voru 3 gaurar sem voru málaðir eins og Björk eins og hún er inni í Voltaplötunni. Svaka fönní. Já maður er ekkert að fylgjast með nótunum á svona tónleikum. Það er alveg víst. Eftirpartíið var líka snilld. Eitt herbergi var lýst með einum lampa sem einhver sniðugut kveikti og slökkti á til skiptist. Síðan sprakk öryggið. En það kom aftur á og þá var skipt um ljósamann. Kallaðist það Ljósaskipti. Haha. Síðan voru íslensku lögin kyrjuð í kór og fóstjarðarhjartað barðist um í brjóstinu. Það var gott. Upp í rútu og þurftum við svo að skjögrast út úr rútunni um miðja nótt og sýna passana okkar við landamærin. Gaman.

Og svo vaknaði ég bara í Seattle og er hér ennþá. Tjillaði bara í dag og talaði í símann í svona 2 tíma. Góð Særún! Fór svo með gellunum út að borða áðan á þennan svakalega ítalska stað. Namminamm.
Á laugardaginn er svo okkar síðasta gigg í smá tíma og svo beint í flugvél til Boston og svo heim. Jí! Þetta verður örugglega mitt síðasta blogg hér í Kanalandi. Búhú. Bæ. Nokkrar myndir,


Svaka skvísur


Róa sig aðeins! Haha.


Megi humarinn Heimir hvíla í friði



Björk greinilega eitthvað smá skotin í þessum. Nei djók.

sunnudagur, maí 20, 2007

Rínó. Sárus. San Frandiskó. Kúla.

Reno:
Ekki fara þangað. Las Vegas fátæka, feita og gamla fólksins. Það vildi líka svo skemmtilega til að við gistum eina nótt á spilavítishóteli þar í bæ. Það var nú skondin upplifun. Eyddum deginum í mekka græðginnar og röltum síðan í roki í keilu. Var þar skellt á okkur hurðinni en það var allt í lagi. Ég er líka svo léleg í keilu. Heyrði að súrefni væri dælt í spilavítið til að halda liðinu vakandi og spilara fá fria drykki. Græðgi og ekkert annað! Um morguninn fórum við svo á ekta morgunverðarhlaðborð með sveittasta mat norðan Alpafjalla. Þar var fólk í því að ná í beikon með höndunum, skella því svo á diskinn og sleikja síðan puttana. Mmmm. En hérna koma myndir sem segja meira en þúsund einhentir ræningjar:


Ég hitti hinn eina sanna Trójuhest í svítunni á Eldorado hótelinu. Stuttu seinna flaug dúfa á gluggann. Hún hélt lífi og lifur.



Ljótasti gosbrunnur í heimi gjöriði svo vel!


Erlan og ég á kasínórestaurant



Brynja og fyrrnefnd ánægðar með andrúmsloftið


Þetta var inni í húsinu. Pæliðíþí í smá stund.


Hér sýnir Valdís okkur minnsta rúllustiga í heimi!


Engin athugasemd...


San Francisco:
Ég þangað aftur! Gistum á þessu fína hóteli í miðbæ San Fran og auðvitað var farið að versla. Skótauið flæddi út um allt og sömuleiðis gallabuxurnar. Fann svo skóna sem mamma er búin að vera sítuðandi í mér að kaupa fyrir sig daginn út og daginn inn. Djók. Rölluðum svo á þennan fína veitingastað við San Fran brúna og töluðum um heiminn og geiminn. Næsti morgun fór svo í árangurslausa hljóðfæraleit og já... fatakaup. Hér kemur svo eina myndin sem ég tók í SF:


Falleg ekki satt?

Giggið: Shorelina Ampitheater var staðurinn. Keyrðum svo framhjá Google pleisi en það á víst að vera besta vinnupleis í heimi. Klapp fyrir því. Heimsmetin fjúka hér fram og til baka. Jájá, ekkert er til sparað. Gekk veeeeel. Mátti sjá í áhorfendaskaranum grenjandi aðdáanda á fremsta bekk, menn í froskabúningum og er ég ekki frá því að ég sá glitta í Lindsey Lohan. Jedúddamía. Og hér koma myndamyndir:


Þessir rauðklæddu mexíkanar voru í því að lemja alla stóla með blautu handklæði. Áts.



Keypti mér ferðatwister í NY sem er líka frisbídiskur. Aha. Hann var afmeyjaður í brekku.


Nýju búningarnir okkar. Gerir mann alveg kattliðugan líka.

miðvikudagur, maí 16, 2007

Denver beibí!

Ég er ekki lengur í Denver en þið þurfið nú samt að vita hvað ég gerði þar. Ókei, við komum upp á hótel og hótelslopparnir voru geðveikir. Með svona tigermunstri. Eitthvað fyrir mig. Svo fóru ég, Erla, Harpa, Bergrún og Damian á Blades of Glory og ji minn eini, ég hló svo mikið. Svo var einmitt skautakeppni í myndinni sem var haldin í Denver. Lítill heimur! Svo kom alveg hellidemba og haglél og læti en þá var ferðinni haldið á Casa Bonita, mexíkanskan veitingastað sem einhver mælti með og sagði að væri bara kreisí. Jújú við komum og við okkur blasti svakalegt hús. Þegar við komum inn þá var þetta svona bakkastaður. Maður pantaði þá við kassa, fékk miða og þurfti svo að labba í gegnum eitthvað keðjudrasl til að fá matinn sinn. Maturinn var heldur betur sjabbí og staðurinn líka. Skemmtiatriði voru á staðnum svo sem gaur sem hoppaði ofan af plastkletti og ofan í lítinn poll, maríatsís og gaur í górillubúning og stuttbuxum. Sem sagt mjöööög speeeees.

Daginn eftir var svo tónleikadagur. Ég lét það ekki á mig fá heldur fór að versla. Hvað annað. Upp í rútu og á Red Rocks rétt fyrir utan Denver. Ég er að segja ykkur það, þessi staður var svakalegur. Myndir hér fyrir neðan. Svo lak allt inni enda vorum við bara inni í fjallinu og veggirnir voru margir hverjir bara ber klettur. Svo var sándtékk í skítakulda og síðan borðað. Og eins og glöggir vita kannski, þá er kaldara á kvöldin en á daginn og því þurftum við að vera í peysum innan undir búningunum sem eru kannski ekki þeir hlýjustu. Mátti sjá íslenska fánann í þvögunni sem yljaði manni í hjartanu. Tónleikarnir gengu þrusuvel og hoppaði ég og skoppaði það mikið að ég fékk hlaupasting. Passa mig á þessu næst. Svo var nuddstóll í einu herberginu og vá, þetta var bara himnaríki á jörðu. Einmitt það sem ég þurfti. Mamma! Og pabbi! Kaupa nuddstól! Núna! Smá dansidans og síðan skokkað í rútuna og brummað til Salt Lake City þar sem ég er núna. Fór einmitt í göngutúr áðan og gekk framhjá bíói. Stóð stórum stöfum fyrir ofan dyrnar: No weapons allowed. Æi þar fór sú ferð. En lögin sem eru í þessari borg eru víst svakaleg. Gott dæmi um það er að það má ekki sprengja sprengju en þú mátt hafa hana á þér. Aha! Svo er það Reno á morgun og San Fran eftir það. Blablabla.

Myndamyndir:


Allir dúndrandi hressir á Casa Bonita


Górillan sem reyndi að bregða mér. Það tókst.


Stingurinn sjálfur tók fyrir mig lag


Upp sviðið


og niður sviðið


Maður er soddan náttúrubarn


Förum með alla fjölskylduna á klósettið. Saman.


Slást?



Benni beib hafði það gott hjá mammasín


Þessa mynd kýs ég að kalla Einsemd


Svo kom þessi gaur og jogglaði svona helvíti fínt

mánudagur, maí 14, 2007

Omahahahahaha er staðurinn til að vera á!

Fyrst allt sem maður bloggar um fer í blöðin á Íslandi, koma hérna döll og boríng myndir. Segið takk við blaðamennina og gúrkutíðina sem er greinilega í gangi.


Næstsíðasta kvöldmáltíðin í litlu appelsínunni


Já svo ullar maður bara á Times Square!


Smá rútuklám í Kloflandi


Bara smá fikt milli vina


Sviðið í Síkakó-malt var húge stórt


Banani fyrir sjóv er allra meina bót


Hey ya í Omaha


Partíbærinn sem aldrei sefur

laugardagur, maí 12, 2007

Áfram áfram áfram bíííílstjóri!

Þá er hið eiginlega rútuferðalag byrjað. Ég kvaddi New York með kökkinn í hálsinum en þó ekki Times Square. Það má eiga sig. Rútan er sannkölluð lúxusrúta. Inniheldur hvorki meira né minna en 12 kojur sem allar hafa sjónvarp, þráðlausa nettengingu, baðherbergi, tvo flatskjái, heimabíó og ekki má gleyma örbylgjuofninum. Nenni ekki að taka myndir af djásninu en geri það seinna. En eini ókosturinn er að það má ekki gera stórar þarfir í klósettið og ekki sturta pappírnum niður. Honum er því hent í ruslatunnu við hliðina á klóllanum. Lyktin er því góð.

Það gekk ágætlega að sofna í gær þrátt fyrir að mín hafi verið svolítið stressuð fyrir því. Vélin ekki sú hljóðminnsta sko. En það gekk ágætlega þökk sé tölvunnar minnar sem svæfði mig svo ljúflega. Síðan kl. 10 í gærmorgun vorum við bara allt í einu komin til Cleveland eða Klofland eins ég kýs að kalla það. Fengum lúxusherbergi á Hiltonhóteli hér í bæ til að vera á og þá var tíminn nýttur í það já... að sofa. Fórum svo í House of Blues til að fá okkur í svanginn og fékk ég mér afar sérkennilega pizzu en góða. Hún var með barbíkjúsósu sem bragðaðist bara svona glimrandi vel. Mamma, þú að baka pizzu. Núna! Svo voru víst Black Sabbath tónleikar í gangi en því miður var uppselt. Annars hefði maður nú skokkað yfir.

Og núna er ég í Chicago að fara í hljóðathugun. Chicago lofar góðu en versta er að við förum héðan í nótt. Fékk samt að fara í sturtu áðan á Hard Rock hótelinu og fékk Led Zeppelin herbergi. Enda er maður rokkari. Enga myndir. Bara lesning.

fimmtudagur, maí 10, 2007

Á enda

Þá er dvöl mín hér í borg senn á enda og satt best að segja þá er ég bara hálffegin. Get ekki alveg útskýrt það og ætla ekki einu sinni að reyna það. Svo skrýtinn er maður.

Nokkrar úr hópnum skelltum okkur á Arcade Fire tónleika á mánudaginn í United Palace en þar vorum við að spila síðasta laugardag. Við vorum á gestalista af því að Björk og þau eru hjá sömu umboðsskrifstofu. Gaman að því. Fengum yndisleg sæti á 6. bekk fyrir miðju og jerimías hvað það var gaman. Skemmti mér nú það mest yfir Rebellion Lies sem áhugasamir geta heyrt á myspace-inu mínu hér til hliðar. Það var líka magnað að sjá tvo gaura sem spiluðu á hin ýmsu hljóðfæri og meira að segja skiptu um í miðju lagi. Má þar helst nefna franskt horn (auðvitað), trúmpet, flügelhorn, klarinett, bassasaxófón, saxófón og sitthvað fleira. Þetta kallar maður sko múltítalentmenn. Aðalsöngvarinn var velsveittur og var ekki þurr blettur á honum. Hann tók líka gott krád sörf í endann sem fór vel í fólk. Við fengum svo að fara baksviðs eftir tónleikana og spjölluðum við einn í hljómsveitinni í smástund. Hann var hress. Þau fá samt ekki jafn flott partí og við. Bömmer. Svo var það neðanjarðarlestin heim á hótel.

Vaknaði bara snemma næsta morgun og ég og Erla skunduðum í tónlistarbúð að leita að hinu og þessu sem var svo ekkert til af. Þetta hefði nú aldrei gerst í Tónastöðinni. Neeei. En svo var brummað í dúbíushverfið Harlem í Apollo Theatre en þar var einmitt James Brown til sýnis eftir dauða sinn. Næææs. Þar í húsi hefur líka margt talentfólkið verið uppgötvað í vikulegum hæfileikakeppnum. Man ekki nöfnin en þau eru stór. Síðan gaf Björk G. okkur gjöf. Jóga DVD og jógadýnur. Þetta ætti að koma sér vel í rútunni. Hljómsveitin sem hitaði upp var svaðaleg en hún heitir því skemmtilega nafni þegar því er sveipað yfir á íslensku, Rassskellingarokk. Áhugasamir geta kíkt hér og og fengið bítið beint í æð og eyru. Þeir voru hressir. Ekkert stress á minni fyrir tónleikana eins og vanalega en á tónleikunum fékk ég smá ropuveiki og ropaði eins og óður maður af og til. Og ég geri nú ekki mikið af því að ropa dagsdaglega. Kann það ekki einu sinni. Það komu því skemmtileg hljóð út úr mér þetta kvöldið. Síðan var smá skálerí og mátti sjá fólk af ýmsum toga, glimmerfólk, dúkkufólk, hárkollufólk, frægt fólk, stuttbuxnafólk og svona. Svo var brummað á hótelið og í djammgallann því útgáfupartí var það heillin. VIP hæðin var freeekar lítil og sveitt en við létum það ekki á okkur fá heldur skemmtum okkur konunglega. Prullmyndir voru í hávegum afar en spurning hvort þær fái að sjá dagsins ljós.

Í dag er planið svo að gera lokainnkaup, fara með smá þvott í þvott og dúlla sér smá. Á morgun er svo hið langþráða Júróvisjón og þá er málið að halda smá teiti, horfa á sjóvið og borða lakkrísinn sem foreldrar Brynju voru svo yndislegir að koma með handa okkur frá föðurlandinu.


En ferðin heldur víst áfram og þá er planið að hoppa upp í lúxusrútu annað kvöld og lúlla allan tímann ef hægt er. Svo er bara að sjá hvort ég geti eitthvað sofnað í þessu. En þá er gott að hafa lappara með fullt af dóti til að horfa á. Je. Þetta er ekkert slorferðalag því við keyrum þvert yfir Kanaland og meira að segja til Kanada. Og bara 18 dagar í það að ég komi heim! Það er ekki neitt. En hér koma nokkrar myndir sem segja meira en milljón orð:


Auðvitað vorum við hressastar á Arcade Fire


Sveitti söngvarinn með endurskinsmerki svo hann sjáist örugglega í myrkrinu


Eitthvað sveitt 80' lag í gangi þarna


Klikkgaurinn Alan, Númi kokkur og "You can ring Mark Beeeeell, ring Mark Bell!"

mánudagur, maí 07, 2007

Hiphopari af lífi og sál

Já lífið heldur áfram sinn vanagang hérna í stóra eplinu. Í síðustu færslu minni talaði ég um hiphoptónleika. Á þá ég fór en náðum ég og Valdís aðeins hálfu lagi því bévítans lögreglan stoppaði giggið. Við komum líka aðeins of seint eftir mikinn leigubílaeltingaleik og við okkur blasti löggimann þegar við komum inn. Ég varð eins og kúkur í framan enda ekki orðin 21 árs og spurði í sakleysi mínu: "Can we get tickets here?" Þá var okkur bara hent inn en of seint því miður. Í staðinn fórum við með þeim Helgu, Röggu og Dóru á karókíbarinn Vinnie's í Chinatown. Svakalegur var staðurinn og var skilti á veggnum sem gaf til kynna að maður varð að drekka að minnsta kosti tvo drykki fyrir flutning. Þá var ekkert annað í stöðunni en að hella í sig kjark. Ég og Valdís vorum svo djarfar að taka Van Morrison slagarann Moondance með þvílíkum tilþrifum. Þá var gott að vera smá djúprödduð og hafa danshreyfingarar í lagi. Eftir flutninginn kom að okkur amerísk mey og líkti okkur við sjálfa Lisu Ekdahl. Sú er með sætustu rödd sem til er þannig að konan var heldur betur heyrnasködduð. Kannski búin að sækja of marga karókíbari heim. Heim var skundað og voða gaman.

Næsta dag var Bökkarinn tekinn á þetta eins og alltaf. Hann klikkar ekki. Ég tók því bara rólega á meðan stelpurnar fóru að versla. Mexíkóskur staður varð fyrir valinu en Sigrún mælir kannski ekki með honum. Tölum ekki um það.

Svo var það tónleikadagur í gær. Við vöknuðum samt við einhverja bévítans tónlist úti á Times Square klukkan 7 um morguninn og var ég andvaka í örugglega klukkutíma. Frétti seinna að það hafi verið maraþon í gangi. Klikkaða fólk. Allavega. United Palace var staðurinn og er svakalega flottur salur sem var víst einu sinni kirkja. Tónleikarnir gengu þrusuvel og gekk allt næstum áfallalaust. Við stelpurnar vorum í þrusustuði og hoppuðum eins og brjálæðingar á sviðinu. Harðsperrurnar gefa merki um það. Smá eftirteiti þar sem meðal annars mátti sjá Rassa prump. Skunduðum aftur upp á hótel og við nokkur fórum á skemmtistað hér í borg. Þar voru allir í stuði og mikið dansað. Sumir meira að segja upp á borðum. Spurning hverjir það voru... Ég fór allavega bara heim og tóku hrotur Valdísar vel á móti mér. Nei djók.

Við vöknuðum svo mishressar í morgun og fórum ásamt Erlu á Union Square að hitta eina íslenska New York mær sem ætlaði að sýna okkur það helsta í borginni. Sem sagt allt fyrir utan Times Square. Fórum í second hand búðir og eina svaðalega pönkrokkbúð þar sem eigandinn sem var örugglega um fimmtugt klæddist þrengstu gallabuxum í heimi og flaggaði plömmernum eins og ekkert væri. Speeees. Keypti mér alveg slatta, tösku, peysu, kjól, leggings, og smá gjafir handa vinkonunum. Má nú ekki gleyma þeim. Og núna er ég bara uppi á hótelherbergi og Valdís puðrar í lúðurinn fyrir aftan mig. Kósíheit. Síðan er planið á morgun að skella sér í mat til Núma kokks og síðan um kvöldið á Arcade Fire tónleika í United Palace. Ví!

Ég kveð og er að vinna í myndasíðu í þessum pikkuðu orðum. Þetta er bara eitthvað svakalega slóv hér í Ameríkunni. En þangað til eru hérna nokkrar myndir til að hlýja ykkur um hjartarætur.


Dave Grohl í brennivínsbol varð á vegi mínum og varð ég bara að bora smá í nefið á honum


Valdís velur lag af mikilli natni

V
Helga og Ragga lifa sig í sönginn og hylla Íslandið í leiðinni


Valdís og Bergrún svaka fress á mexíkóska


Alltaf jafn kúkú


Sviðsflögin


Mamma, ég var að læra að mála mig!


Útsetjarinn Matt, Antony og Damian að giggi loknu


Allir sáttir enda ekkert annað hægt