Billy og Alison
Já þá er ég komin í Beverly Hills og það dót. Flugið tók aðeins 6 tíma og var það ömurlegasta sem ég hef farið í. Ojojoj. Svo aftur sami pakkinn um helgina. En við spiluðum sem sagt í SNL á laugardaginn já og sungum líka. Þetta var rosalega skrýtin tilfinning og upplifun. Fullt af lærlingum voru í því að leiða okkur út um allt og gefa okkur að borða og svona. Litlu munaði að þau mötuðu okkur og skeindu. Svo var rennsli um daginn en allt var tekið upp ef eitthvað skyldi klikka. Þá var þátturinn 2 tímar en alvöru þátturinn 1 og 1/2 tími. Þannig að við fengum að sjá fullt af atriðum sem voru klippt út eða breytt. En þið VERÐIÐ að sjá þetta atriði. Við stelpurnar tölum ekki um annað. Svo spiluðum við bara og aldrei þessu vant var ég ekkert stressuð. Skrýtið.
Síðan var eftirpartí á rosa fansí stað og við nokkrar fengum far með Björk og manninum hennr. Þá voru fullt af papparössum sem biðu eftir henni og hey, kannski er bara mynd af mér í einhverjum pappapésanum. Og var þá ekki bara snillingurinn hann Dave Chapelle þarna inni og þá var bara málið að drekka í sig kjark til að fá að taka mynd með mér og kjeppanum. Það gekk lítið en Brynja var svo mikið yndi að spyrja hann fyrir mig og Valdísi. Myndin er reyndar á annarri myndavél og set ég hana hérna þegar ég er búin að fá hana. Hann var svaka hress og gaf mér svona homie handshake eins og ég kalla það. Hehehe. Og hann talaði eitthvað um það að koma á tónleikana okkar í Harlem í maí. Vei. Svo var eftir-eftirpartí á einhverjum spúkí stað og allt liðið þarna, líka Scarlett Johansson. Ætlaði að reyna að taka mynd af henni. Hérna kemur hún:
Sjáið þið hana ekki? Nei það er útaf því að þessa hendi á lífvörðuinn hennar sem elti hana út um allt og bannaði mér að taka mynd. Dísús.
En jæja, svo vaknaði maður hálfþunnur næsta morgun og beint í ógeðisflugið. Bílferðin á JFK var samt frekar spes. Bílstjórinn leyfði okkur að horfa á einhverja ísraelska boxmynd enda var hann sjálfur frá Ísrael. Svo talaði hann mest um brúðkaup þar í landi alla ferðina. Skrýtna fólk. Og já, ekki má gleyma honum Benna. Hann fékk núna eðalstað í vélinni. Eitthvað sérhólf í farangursgeymslunni og beið svo eftir mér við innganginn, bæði blautur og svangur því það var smá rigning þegar við komum. Greyið. Hann er ennþá að jafna sig. Og hótelið sem við erum á er klikkað flott. Sundlaug og læti bara. Svo er planið að skella sér í nudd og handsnyrtingu þegar tími gefst. Dekra smá við sig. Svo fórum við nokkur á ekta amerískan diner í gærkvöldi og fengum okkur sveittan mat. Ojá. Ég og Valdís keyptum okkur svo limesafa og fórum í sólbað í morgun og skelltum smá í hárið. Ég er nefnilega ekki lengur ljóshærð en sakna þess smá. Og svei mér þá, hárið lýstist bara bönns. Og núna er ég bara að tjilla þangað til ég fer á æfingu í Burbank. Svo er það bara Coachella á föstudaginn! Ví!
Sakna ykkar allra og þið megið alveg senda mér sms ef þið viljið. Munið bara að það er 7 tíma mismunur þannig að engin sms þegar ég á að vera sofandi. Takk. Bless.
Og hérna getið þið séð SNL atriðin. Tékkið á klósöppinum á mér. Ég er eins og api á þeim. Tíhíhí.
mánudagur, apríl 23, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
þvílíkt ævintýratýhýri sko !! uss maður bara svitnar af öfund við að lesa þetta ;)
mæli með að þú skellir þér út að hlaupa í LA.. þegar ég var þar þá var greinilega ekki algeng sjón að sjá hálfnakta gellu að hlaupa og ég fékk þvílíka athygli frá öllum-m.a.s. frá slökkviliðsbíl (já bílnum sjálfum takk hehe) fullum af sveittum gæjum;) arrrríba !
en jáhá segi ég bara - þú ert ekkert lítið heppin sweetie - sól og læti - hér er fínasta veður en ég vinn svo mikið að ég næ ekki að nýta það (samt engin sól eða neitt þannig;)! og núna ætla ég að fara að stunda það að senda þér sms - og ef ég vek þig - heyh, þá sorry fyrirfram - ég veit ekkert hvenær þú átt að vera sofandi :D ég t.d. sef á daginn núna hehe ;)
jæja, komin nóg af sullumbulli - þarf að fara að bretta upp ermarnar og þrífa á þessum blessaða sambýli okkar! gúd lökk í alles þarna úti - sit og bora í nefið og bíð ógeðslega spennt eftir meira bloggi!! þú hefur ekkert betra við tímann að gera en blogga - er það nokkuð;) !! OFUR-RISA-SÚBER-MAN KNÚS !!!
btw .. þetta var sko ekkert langt komment var það ;) i have no life !! hahahah! sakna þín bara svo mukket :D
www.youbless.blogspot.com
bæjj bergrún
Skrifa ummæli