föstudagur, apríl 20, 2007

Í Litlu appelsínunni

Nei djók, í Stóra eplinu. Kannski kominn tími á eitt blogg fyrst ég er komin til US and A. Allavega, flaug út á miðvikudaginn og var samfó ma og pa sem voru að fara til Barcelona á sama tíma og ég. Og þvílíkt flug. Hornið mitt, Benni þurfti að vera ólaður niður í sæti því hann komst ekki í hólfið. Greyið. Svo fékk hann ekkert að borða. Dísús. Og þessi ameríska terroristageðveiki. Dísús í öðru veldi.


Benni í frekar óþægilegri stellingu

Já ég gleymdi alltaf að segja frá því þegar ég þurfti að fara í bandaríska sendiráðið um daginn... var látin gefa fingraför og eitthvað og svo sagði gaurinn hinum megin við skothelda glerið: "We suspect you of terrorism so we have to take a bloodsample." Og augun á mér ætluðu út úr hausnum á mér og tungan fór niður í kok. Svo bara: "Just kidding!" og hló. Oj, má þetta? Oj.

Ókei, svo komum við á hótelið sem er bara megalúxushótel. Ég sef í risastóru rúmi, reyndar hörðu, og fékk 4 kodda. Svaf eins og steinn en svo vöknuðum við Brynja við vekjaraklukku í herberginu okkar kl. 4:30 og ég hélt að það væri bara að kvikna í. Freeeeekar óþó. Svo næsta morgun fórum við í NBC stúdíóið og æfðum fyrir Saturday Night Live sem við spilum í já á laugardagskvöldið. Scarlett Johanson verður (kíg)hóstinn og ég sá hana... oft! Síðan fórum við aftur á hótelið og svo í tónlistarbúðaráp. Svo á Times Square að rölla og fengum okkar að éta.

Í morgun fórum við svo á einhverja skattstofu til að fá bandaríska kennitölu. Allt mjög formlegt og við urðum að sitja og máttum helst ekki hreyfa okkur. Og blabla, fórum svo að versla. Ég missti mig í H&M og Victoria's Secret enda mín fyrsta ferð í þá búð. Keypti fullt af sexí undirfötum og bara nefndu það. Og núna er ég á hótelinu að pikka inn á nýju tölvuna mína sem ég keypti daginn áður en ég fór út. Þannig að ég ætti oftast að vera í netsambandi og læti. Hafið það gott á klakanum og ég kveð úr sólinni í NY. Set svo myndir þegar ég er búin að kaupa nýja kameru. Jei. Bless og ekkert stress!


Oooog hérna erum ég og Björk að deyja úr gimpamennsku á tónleikunum um daginn. Og að sjá þennan búning! Snilldin ein.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bið að heilsa Benna; hann á alla mína samúð; er Scarlett flott??

Særún sagði...

Skila því. Ég er nú bara miklu flottari en hún sinnnum 10 þannig að málið er dautt!

Nafnlaus sagði...

Sælar stelpur. Gaman að fá að fylgjast með ykkur. Njótið þessi í hinu einu sönnu AMERÍKU. Þengill biður að heilsa Benna. Þetta hefur bara verið lúxus að vera með sér sæti fyrir hann hehe ég þurfti að vera með þengil einu sinni á milli fótana í flugvél og það er ekki gott hhehe en allaveg gangi ykkur vel.
Kv frá klakanum Þorsteinn Skúli

Nafnlaus sagði...

Jáhá! ég bið þá bara að heilsa Scarlett.. við erum aldagamlar vinkonur sko! segðu henni: If if and buts were candy and nuts... hún skilur hvað þú meinar.... Skemmtu þér svo bara vel.. ég dey bara á klakanum á meðan

Nafnlaus sagði...

ég bið mest bara að heilsa pittinum - koma svo steldu honum frá jolie og bjóddu mér svo í heimsókn í höllina ykkar ;) skal vera aupairin þín :D hehe!! þá meina ég að passa ÞIG hahahha

djíh hvað þú hefur það gott stelpuangi ;) mússímú ! njóttu þess !

Nafnlaus sagði...

Hey beibí! Ég sá ykkur á youtube í SNL, thad var allveg 10 sekúndna close up af thér! HAHA
Bid ad heilsa Benna... Benna? Já og Bjorkunum líka