sunnudagur, apríl 29, 2007

Aftur í litlu appelsínunni

Nei djók, í stóra eplinu. Var að lenda fyrir stuttu og er bara að tjilla í hótelherberginu á Times Square brúkandi dýrustu nettengingu fyrr og síðar. Er með nett bólgna fætur eftir allt þetta flug fram og til baka. Jibbí. En þá er bara málið að hætta að kvarta og segja eitthvað af viti.

Síðastliðnu daga var ég sem sagt í Palm Springs á suddalega flottu spahóteli. Byrjaði vel. Ónefndur herbergisfélagi fór út í garð og garðúðinn fór af stað. Ekki skánaði það því á leið minni út í sama garð klessti ég á flugnanetið. 1 - 0 fyrir flugnanetinu. Fórum svo fljótlega í hljóðathugun (e. sound-check) og blabla. Okkur var keyrt út um allt, meira að segja fimm metrana. Kaninn alltaf á taugum. Greyin. Um kvöldið bauð hann Damian tölvudúddi okkur í partí til vinna sinna í úthverfi þar rétt hjá. Samanstóð teitið af 50' húsi, DJ, diskókúlu, hassreykingum, sundlaug, ekta amerískum peyjum og uppáþrengjandi konum. Þar var sprellað mikið og ég og Erla gerðumst svo kræfar að henda okkur í laugina. Vakti það lukku mikla. Síðan kom víst löggan og þá fóru allir bara um eitt leytið. Isspiss. Þá fórum við bara heim að lúlla, nema ég. Ég fór á netið á klóinu. Gamangaman.

Daginn eftir var það ferð í Best Buy í myndavéla- og tölvukaup. Skellti mér á eina nýja Canon. Megaflott. Henti líka minni gömlu í morgun. Jess. Svo varð maður auðvitað að fara í Target og skoða sig um. Eftir það var klullabið eftir bíl sem átti að ná í okkur. Oj. Svo fór maður bara á sundlaugarbakkann að synda smá og svona. Þá var það stóra stundin, Coachella! Komum á pleisið og það fyrsta sem ég sá: Cameron Diaz! En hverjum er ekki sama. Jæja, fórum á treilerpleisið okkar að það var svo suddalega töff. Fengum okkar eigið málverk og læti. Og haha, svo vantaði okkur hársprey og kom þá ekki Ragga, aðstoðarkona Bjarkar: "Kelly Osbourne lánaði ykkur hársprey." Það er bara ekkert minna! Svo bara kom að því: spilamennskan. Og aldrei hef ég séð svona mikið af fólki áður. Giska að þetta hafi verið svona 80.000 manns. Aðeins. Og svo var það bara allt í einu búið. Getið tékkað á myndbrotum á youtube. Og þegar við komum tilbaka beið Ron Jeremy eftir okkur fyrir utan pleisið okkar. Hann heyrði víst að það væru 10 stelpur að spila. Nei segi svona. Hann var víst alltaf að reyna að komast inn en fékk það ekki. Hí á hann. Skáliskál og allir heim að pakka fyrir flugið. Þriggja tíma rútuferð á flugvöllinn og svo 5 tíma flug. Ojojoj. Og núna er ég hér. Á 21. hæð. Og ég sem er bara smá lofthrædd. En hérna kemur allavega smá myndablogg:


Mín og herbergisfélaginn á leið á Coachella.


Sviðið tekið aftan frá. Haha. Smá orðadjók.


Dolly Parton búningakassinn okkar




Síðan var okkur hent í bíl og beint í Gúlagið


Erlan og ég að sprella fyrir sjóvið


Það búa bara sjálflýsandi píur í Hafnarfirði


Svo "stal" ég þessari grímu af pleisinu. Maður er orðinn svo harður í Ameríkunni sko.


Og myndin af mér og Davie Chapellie vini mínum. Erum við ekki flott?

Bæ esskurnar og verið dugleg við að kommenta. Ég þarf líka alveg smá umhyggju...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rosa gaman ad fylgjast med ther!! Gangi ther vel i spileriinu og eg bid ad heilsa Bjork bekkjarsystur :)

Vala sagði...

haha hársprey hjá kelly osbourne..hún hlýtur nú að eiga nóg af því ;)
en gaman að sjá hvað er gaman hjá þér :D

Sandra sagði...

þurfti kassinn endilega að vera bleikur?

-neikvæði maðurinn

Nafnlaus sagði...

hvað sagði ég - CELIBRITTÍ !! ;)- getur ekki lengur labbað úti sjálf - össöss-verður að passa að þér verði ekki kidnappað!!! þá mun ég gráta! en bara vá sko þvílíkt löxjúrílæv :D .. las líka í mogganum að tónleikarnir þarna í eyðimörkinni hefðu verið rosa flottir .. mí vúdd læk tú sí jú plei inn amerríka :D

knúsogkossar!