Útvarpsborgin á enda
Radio City giggið var í gær í öllu sínu pí-veldi og segi ég frá því á eftir. Lífið hér í NY er yndislegt og erum við á eina flottasta hóteli borgarinnar og er klósettið veggjað með plasti. Ekki mikið prívasí á ögurstundum. En þá er bara málið að halda fyrir nebbann og eyrun í leiðinni.
En það sem hefur drifið á mína daga er ekki það merkilegt. Ferðir á Bökkarann (Starbucks) eru tíðar og sömuleiðis göngur um Times Square. Við Brynja gerðumst nú svo frægar að skella okkur í hand- og fótsnyrtingu enda ekki sjón að sjá okkur. Og lykta. Nei segi svona. Fórum á stofu hér nálægt og var enskukunnátta kvennsanna þar afar takmörkuð. Reyndu þær sí og æ að selja okkur hitt og þetta, baknudd og augnbrúnalitun. Ein sagði meira að segja að mér veitti ekki af einni slíkri. Hún var bara abbó. Svo voru iljarnar skrúbbaðar og viti menn, mín fór að skellihlæja enda kitlin inn í merg. Litlu munaði að ég sparkaði í greyið konuna því stundum ræður maður bara ekkert við sig. Og nú er ég með veeeel snyrtar tásuneglur og fílaða í botn. Maður má stundum dekra við sig. Ha.
Við Sylvía og Vallarinn sjálfur skelltum okkur svo í verslunarferð ein daginn með góðum árangri. Enduðum svo á sjúklega góðum marokkóskum stað þar sem kúskúsið flæddi um alla veggi. Við misstum þó af magadansinum og bandinu sem kom eftir að við fórum. Við bara urðum að ná síðasta korterinu í Urban Outfitters. Svona getur verslunarsýkin farið með mann.
Og hér kemur þvottasagan. Það þarf stundum að þvo þvott því ekki er gaman að vera alltaf sífellt að mylja úr nærbuxunum. Ertu ekki sammála mamma? Jújú þá fundum við laundromat og kostaði aðeins 7 dollara að þvo fullt og svo var þetta þurrkað og brotið saman fyrir okkur líka. Ein í hópnum var samt ekki alveg að nenna þessu og henti þvottinum bara í hótelþvottahúsið. Æjæj, rekningurinn var svo kominn í 15 þúsund íslenskar krónur þegar þvotturinn kom til baka. Obbobojo.
En giggið í gær gekk rosalega vel og Radio City er geðveikur tónleikastaður. Allt troðið og fólkið að missa sig. Sérstaklega einn sem náði að svindla sér upp á sviðið og tók trylltan dans með Jóga sem endaði með því að öryggisvörður tók hann niður á nóinu. En maður má ekki hlæja að þessu liði. En ég gerði það nú samt. Hoho. Svo í einu laginu kom eldur upp úr gólfinu og læti og fann ég bara bakið á mér sviðna. Hélt allavega að það væri að gera það en svo var nú ekki. Eftir tónleikana var smá eftirpartí í RC þar sem ég var DJ á ipodnum mínum. Spilaði þekkta íslenska slagara eins og Diskó friskó, Stanslaust stuð og Gleðibankann. Stuð. Eftireftirpartíið var svo á skemmtistað en Peter, Björn and John buðu okkur. Þekkti þá nú ekki fyrr en eftir að ég var búin að tala við þá í smá stund. Fyndið.
Og áðan vorum við í smá pikknikk í Central Park. Svaka stuðari. Og núna er ég að fara að æfa smá og svo eru það hiphoptónleikar með Dalek í kvöld. Jeeee. Ég mæti með blingi mitt ;)
Særúnin stjörf af kúskús áti
Tommi Krúsi og Madonnann pottþétt þarna inni að kyrja
Speglasjálfsmyndirnar klikka ekki
Radio City er ekkert slor með hor
Sveitt pözza að giggi loknu
Píurnar við í eftirpartíinu. Björkin, Brynjan, Sigrúnin og Særúnin.
Og kommentið fólk. Ég þarf ást.
fimmtudagur, maí 03, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Ég geri ekkert annað en að hlæja þegar ég les bloggið þitt :) Mjög skemmtilegt að fylgjast með ævintýrunum þarna fyrir vestan ;) Kveðja að austan, Huld.
Erla bloggar ekki svo að ég ætla bara að kasta inn kveðju hérna. Ótrúlega gaman að lesa ferðasöguna og ævintýri. Passið ykkur bara á að enda ekki eins og ein ónefnd rokkstjarna sem tapaði sér í gleðinni ;)
Takk fyrir það stelpur mínar :D
Sesar biður fyrir kveðju til Særúnar Pálmadóttur... engin Særún hér?
hér er kominn ungur maður! Kannast einhver við hann?
Heyrðu ég vara bara að blogga í dag Sigrún mín. Frábært blogg hjá þér vinkona. Ég fer að ná þér og valdísi í tíma bráðum. Vó ég er svo eftir á :(
Skrifa ummæli