Fúff
Og aldrei hættir það. Annríkið er í hámarki þessa dagana en auðvitað gefur maður litla fólkinu bút af tíma sínum. Kláraði þetta blessaða miðstigspróf í gær og ég held barasta að ég hafi tekið það í ósmurðan analinn. Eða svona næstum því. Skólastjórinn var ekki að gera góða hluti með því að heimta að fá að vera inni í prófinu. Stressið tífaldaðist. Mikið hjúkk að vera búin að þessum andskota.
Æfingarnar með Bjarkarbandinu stoppa ekkert. Ónei. Ég er flækt í svo mikið af snúrum að ég bara... er alltaf að flækja mig. Svo veit ég ekkert hvað þetta heitir allt saman sem maður er flæktur í. Bara míkrófónn. Segjum það bara. En hann Bob fær það skemmtilega hlutverk að þrífa heyrnadæmið sem við stelpurnar troðum inní mergsýrð eyrun. Svo merkti hann mitt: Serun. Mér finnst það flott nafn.
Helgin verður mega. Myndataka með Björk og stelpunum. Veit ekkert hvernig það verður en ef ég giska rétt þá verður það eitthvað rosa flippað og artífartí. Ekkert að því. Svo vinna. Og líka vinna á sunnudaginn. Síðasta vaktin mín. Og eftir það eru það styrktartónleikar FORMA á Nasa. Jei. Og auðvitað stóri konsertinn í Höllinni 9. apríl. Kaupa miða hér. Svo eru það nýjust fréttir. Mín fær tvo frímiða á alla tónleika á túrnum. Je. Þannig að ef þér finnst þú eiga það skilið að fá þessa miða, þá er bara málið að láta mig vita og spyrja.
En nóg um mig og nóg um þig því ég ætla að hypja mig. Svo væri ekkert slæmt að fá svona eins og eitt og eitt kóment. Jebb.
Út.
fimmtudagur, mars 29, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
en og aftur..takk fyrir seinast..veistu mér finnst bara fint að djamma edrú ;)
herna...ertu ad spila einhversstaðar nálægt mér???
Skrifa ummæli