mánudagur, apríl 02, 2007

Ástæða til að gleðjast

Nú megið þið það því ég ætla að segja ykkur frá því vandræðalegasta sem hefur gerst fyrir mig. Bara af því að mér finnst þetta sjálfri svo fyndið. Ef ég yrði spurð um vandræðalegasta atvik lífs míns þá verður þetta án efa fyrir valinu. Ókei, hérna kemur þetta:

Ég var sem sagt að spila með Björk og stelpunum á styrktartónleikum á NASA í gær. Voða gaman. En áður en við áttum að spila vildi ég nú tæma mig því ég er ekki þekkt fyrir að vera með mikla partíblöðru. Gekk upp stigann baksviðs en þá var troðið af fólki fyrir framan klósettið, borgarstjórinn og svona sem átti að halda ræðu. Tek mér það bessaleyfi að kalla hann Villa borgó. Ákvað nú að vera ekkert að troðast fyrir framan hann og fór niður og sagði stelpunum það. Nokkrum mínútum seinna ákvað ég þá að gá aftur og sjá hvort eitthvað væri búið að minnka af fólki. Jú mikið rétt, Villi borgó var bara þarna. Létti af mér þungu fargi og kom fram glöð í fasi. Var á leið niður þegar Villi segir: "Afsakið" Ég sný mér við og hann heldur áfram: "Kjóllinn er ofan í sokkabuxunum."

Hlæjupása

Svo rauðar kinnar hafa ekki sést á margar aldir. Lagaði kjólinn, þakkaði pent fyrir viðvörunina og gekk þunglamalegum skrefum aftur niður. Þá sprakk ég bara úr hlátri og sagði söguna við mikla kátínu stelpnanna. Og við sem vorum einmitt að tala um það um daginn að sumar tékka alltaf á sokkabuxnagyrðingum eftir klósettferðir. Ég var ekki í þeim hópnum en trúið mér, ég er það núna.

Vandræðalegt?


Var bara að taka þessa áðan. Tæknin marr.

Og allir að horfa á Kastljós á morgun eða miðvikudaginn. Viðtal við...?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

og ég held áfram að hlæja síðan á minnsirkus áðan :D !!!

ætlaði einmitt að spurja þig í sms inu áðan hvernig hefði gengið á tónleikunum .. sjitt hvað það er gott að ég keypti ekki miða fyrst ég var föst í usa hehe !!

verð að sjá þig áður en við förum út í sitthvoru lagi :)

knúsidolls man!

Vala sagði...

HAHAHAHAHA!! villi borgó hefur séð nærbuxurnar þínar, ekki margir sem geta sagt það..awwwright score for cooper!! ;)

Unknown sagði...

SKÖLL.IS/MYNDIR/VILLIBORGO

Sandra sagði...

hahahahhaha.. .auleeee

hann hefur samt horft á eftir þér,sem er nais. friggin nais