föstudagur, nóvember 03, 2006

Góðir landsmenn

Ég vil lýsa yfir andstöðu minni á prófkjörum. Það er nefnilega alveg gjörsamlega óþolandi að vera vakin með símtali á ókristilegum svefntíma til að biðja mig um að kjósa einhvern mann sem ég veit ekki einu sinni hver er. Og þessi SMS! Ég ætla ekki einu sinni að tala um öll SMS-in sem ég hef fengið frá fólki um hvippinn og hvappinn, fólki sem ég þekki ekki baun í bala í dag. "Strákurinn okkar þarf á þínum stuðningi að halda." Fyrst hann þarf þennan stuðning svona rosalega mikið, þá á hann bara ekkert heima þarna og á ekki skilið að vera kosinn! Ég er reið!
Ef ég vil fara að kjósa þá fer ég bara að kjósa og þarf engan til að minna mig á það. Já ég er rosalega ópólitísk en þannig vil ég bara vera. Segi bara eins og Ásgeir "Appelsína" Kolbeins: "Ég get ekki hugsað mér að fara þarna í bað, hvað þá pissa í klósettið. Ógeðslegt." Það sama segi ég um kosningaskrifstofur.

Yfir í aðra kirkjunnar sálma. Fór í akstursmat(arboð) í dag hafandi keyrt próflaus um götur borgarinnar í um viku. Óþekk ég. Niðurstaða: ég er góður bílstjóri. Þið getið því alveg verið róleg í bíl með mér. Sérstaklega fólkið sem tekur stundum í haldfangið þarna í loftinu þegar ég keyri. Og fólkið sem segir að ég keyri eins og kelling, við ykkur vil ég þetta segja: Betra er að keyra eins og kelling en eins og dauð kelling. Hananú.

Og nú eru allir fótlama á heimilinu nema ég. Hahaha. Þá hoppa ég um öll gólf af því að ég er sú eina sem get það. Öfundin skín af þeim. Hahaha.

Oj, næturvaktahelgi. Átti að vera í fríi en varð að skipta um helgi útaf London-ferðinni. Búið að bjóða mér í ÞRJÚ partý á morgun. Kemst ekki í neitt. Lífið er stundum viðbjóður. Nei það er ágætt bara. O svo þarf ég að kíkja í þetta nýja IKEA. Örugglega sú eina sem hefur ekki farið þangað. Ef ég þekki mig rétt þá á ég eftir að villast. Feitast. Ætla að hætta þessu væli núna. Núna.

Finnið villuna!


Sá/sú sem vinnur fær British Fudge frá mér.

Engin ummæli: