þriðjudagur, október 10, 2006

Uselessstuff.com

Margur er notlaus hluturinn og tilgangslaus. Ég gerði þá skissu að kaupa mér notlausan hlut sem hefur hlutverk en það er svo ómerkilegt að það á kannski ekkert að vera að eyða orðum í það. En það ætla ég að gera. Keypti þennan hlut hjá skósmið á heilar 700 krónur í brjálæði mínu og sé mikið eftir því. Bölvaður sértu herra skósmiður! Hluturinn er:


Uppblásnir plasthólkar sem setja á ofan í stígvél til að halda þeim lóðréttum og þéttum.
Svo eru þeir með blómamynstri í þokkabót. Eitthvað sem ekki sést þegar hólkarnir vaða skít og táfýlu dag hvern. Já og þarna sjást stígvélin sem ég var að kaupa mér. Kjarakaup í Spútnik!
Hægt er að gera miklu fleiri handhægari hluti með þessu apparati en upprunalega hlutverk þess og mun ég nú sýna fram á það:


Hægt er að leika rostung, mammúta eða vampíru eða eitthvað því um líkt og sýkt.


Uppblásnar kynlífsdúkkur með gati hafa verið vinsælar í ástarleikjabúðum landsins. Þó aðallega hjá karlpeningnum.


Að bora í nefið er góð íþrótt.


Sem dildó ef maður er mikið fyrir harða plastkanta. Og nei. Þetta er ekki snípurinn minn heldur rennilásinn á peysunni minni.


Ekki geta greyið sjónræningjarnir og fótlausa fólkið endalaust hoppað um á tréfótum eða gervifótum frá Össuri. Þetta er málið með smá tonnataki.


Hver þarf búbbdjobb og sílíkon þegar maður hefur uppblásna stígvélahólka?


Og að lokum lætur handalausi trúbadorinn gamlan draum rætast.

1 ummæli:

Sigrún sagði...

öll eigum vér áhugamál. misjöfn þó.
sum kennd við tóna og stafi á riti.
önnur kenndi við jútjúb og stafi í netum.....

letið er gott
þó ekki til lengdar
þá veður er vott
finnur maður ekki til svengdar

je....