mánudagur, september 18, 2006

Hvar eru þau nú?

Þátturinn sem allir tala um eða ekki. Beverly Hills 90210. Peningar, spilafíkn, fíkniefni, alkóhól, lýtaaðgerðir, kynlíf, smokkar, kynsjúkdómar, brjóst, typpi og pjöllur. Allt eru þetta orð sem hringja bjöllum. Í þáttunum fáum við að fylgjast með lífi, þroska, framhjáhöldum, ástum, hötrum og grátum snobbuðu og ósnobbuðu barnanna í Bel Air, Hollywood, USA. Ekki slæmt. En hvar eru þessi börn núna?

Jason Priestly - Brandon Walsh


Þá:
Svali sveitastrákurinn frá Minnisódavatni sem þurfti að klífa upp metorðastigann þegar hann fluttist í stórborgina. Tókst honum það á korteri enda sjarmör sjálfs skrattans. Byrjaði illa, varð drukkinn undir stýri og svo fór hann beint í AA. Kærasta númer 23 setti dóp í sprætið hans og hann fór að veðja á körfuboltaleiki. Núna er hann í háskóla og heldur framhjá með konu kennara síns á meðan hann hjálpar körfuboltastrák úr gettóinu með lærdóminn. Sómapiltur hann Brandon. Vinnur fyrir sér og kagganum sínum á Ferskjupittinum sem er aðalbúllan í bænum.


Nú:
Jason hefur leikið í nokkrum þáttum sem eru greinilega ekki það góðir að þeir hafa verið sýndir hér á landi. Þó leikur hann í 'Love Monkey' sem eru hinir ágætustu þættir. Þar hefur hann misst kúlið síðan í BH því núna er hann með brjóst og bumbu, giftur og virkar miklu minni en hann gerði í BH. Árið 99 klessti hann á staur því hann var búinn að drekka aðeins of mikið kallakók. Bæta á bumbuna sko. Hann sagði samt að hann hefði neyðst til þess svo hann myndi ekki klessa á dádýr. Dýravinur mikill hann Jason. Giftur meiköppartist og spilar hokkí.

Shannen Doherty - Brenda Walsh


Þá: Gellan sem allir elska að hata. Tvíburasystir Brandons sem gerir ekki annað en að grenja og væla yfir öllu. Þá sérstaklega fyrrverandi kærustum. Gerir ekki annað en að bjóða foreldrum sínum byrginn með því að deita syni glæpona, stelast til Kúbu og giftast ríkum gaur í Vegas. Fór í háskóla á Minnisódavatni í 2 vikur en kom grenjandi til baka því allir voru að gera grín af henni því hún átti heima í Hollívúdd. Búhú. Núna er hún að gera ekki sjitt og heldur að hún verði geðveikt góð leikkona. Kannski byrja á því að senda Shannen í leiklistarskóla áður en Brenda fer.


Nú:
Eftir BH ruglið boraði hún í nefið í smá tíma en árið 1998 lék hún í nornaþættinum 'Charmed' með tveimur jussum. Svo var hún rekin þaðan því hún var alltaf svo drukkin og alltaf að lemja ljósmyndara og rústa hótelherbergjum og djamma og tjútta og sukka. Svo varð hún kynnir í 'Scare Tactics' sem var bara ekkert skerí. Jú hún var það kannski. Svo kom hún við í Playboy blaðinu og var eitthvað að striplast þar á Brenduklæðum. Og núna er hún bara eitthvað veik heima að horfa á 24 sem er uppáhaldsþátturinn hennar. Undirskriftarlistinn 'Sendum Shannen í leiklistarskóla' verður látinn ganga árið 2010.

Jennie Garth - Kelly Taylor


Þá:
Kelly, skvísan sem allir gaurar voru búnir að skvísa. Átti samt voðalega erfitt líf enda skipti mamma hennar um karlmenn líkt og túrtappa og stundaði kókaínið villt og galið. Líf hennar breyttist þó við komu sveitatvíburanna og hún gerðist fyrirmyndarstúlka. Fékk þó átröskunarsjúkdóm og lifði á megrunarpillum. Svaka drama. Varð ástfangin af Dylan, kærasta Brendu til margra ára, þó með mörgum millibilum. Annað svaka drama. Þau eru víst ennþá að dúlla sér og geta ekki haldið sér í gulrótarbuxunum. Núna býr hún með ástardúfunum David og Donnu. Oreo kex. Örugglega rosalega gaman að vera Kelly Jelly Belly.


Nú: Eins og öll hin börnin lék Jennie í nokkrum lélegum þáttum en talaði þó inn á 'American Dad' sem eru jájá afbragðsgóðir þættir. Núna er hún bara kasólétt af sinni þriðju dóttur með einhverjum óþekktum leikara. Kom í heimsókn til Mörthu Stewart um daginn og hefur lítið breyst. Aðeins nokkrum hrukkum og fellingum dýrari.

Luke Perry - Dylan McKay



Þá: Viðurstyggilega sjarmatröllið sem talar og tjáir sig með augnbrúnunum. Hann er þessi leyndardómsfulla týpa. Enginn veit hvað hann er að hugsa, enginn veit hvað hann mun gera. Átti erfiða æsku eins og flest allir þótt faðir hans hafi synt í pjeningum. En föðurást fæst ekki keypt og Dylan fékk að kynnast því ungur að aldri. Pabbi dó í sprengingu og hann fékk fullt af vasapening sem hann eyddi í vitleysu. Hataður af fyrrverandi tengdó en það er allt í læ.


Nú: Veit bara ekkert hvað hann er búinn að gera af sér. Örugglega leika í sápuóperum. Lék þó í nokkrum 'Will and Grace' þáttum. Plús í kladdann fyrir það. Upprunalega sótti hann eftir hlutverki Steves Sanders en fékk hlutverk Dylans. Áður en BH kom til sögunnar vann hann í hurðahúnaverksmiðju. Greyið. Á slatta af börnum með slatta af konum og hefur það örugglega ágætt. Segjum það bara.

Tori Spelling - Donna Martin


Þá: Litla sæta krúttípúttí hreina meyjan. Læknadóttir sem aldrei hefur þurft að gera handtak en lifir þó í ótta við sína eigin móður. Féll fyrir litla busanum og tónlistarnerðinum David en vildi aldrei sofa hjá honum. Aumingja David litli kall. Góðmennskan uppmáluð og skipuleggur góðgerðardæmi og gefur fátækum börnum jólapakka. Gefur þeim greinilega líka matinn sinn því mjórra mitti hef ég sjaldan séð. Drakk smá sjampein á prom og það átti bara að reka hana úr skólanum. En þá er gott að eiga góða vini sem halda kröfugöngur og fara í prófverkfall. Svo þegar hún loksins ætlaði að afmeyjast komu mamma og pabbi í heimsókn. Allt brjálað. Svaka drama. Svo sagði David henni upp að því að hún var svo mikið hrein mey. Hún grætur enn.

Nú: Núna er frú Stafsetning bara að leika í þáttum og fara í lýtaaðgerðir og rífast við mömmu sína og syrgja pabba sinn. Fór í lýtaaðgerð á nefi eftir að páfagaukur beit hana. "Polly wants a nosejob!" Er í raun og veru dökkhærð. WTF! Er núna gift leikara sem leikur með henni í einhverjum sjitt þáttum. Hún er hrædd við vonda kallinn undir rúminu og kíkir undir rúmið á hverju kvöldi. Vírdó. En hún er samt svaka glöð og þá er ég glöð enda erum við þjáningasystur.

Brian Austin Green - David Silver


Þá:
Lúðinn sem allir forðuðust til að byrja með. Elti alla á röndum og var ástfanginn af Kelly sem varð svo seinna stjúpsystir hennar. Donna var hans ást og yndi en það breyttist fljótt. Var við það að fá plötusamning en hann klúðraði því víst og neyddist því til að halda áfram DJ-djobbinu í West Beverly.
Fór að lyfta lóðum og varð þessi svaðalegi töffaradjöfull. Núna er hann kominn í dópruglið til að halda sér vakandi og er bara í ræsinu.

Nú: Eftir BH reyndi hann fyrir sér í mjaðmahoppinu (hip-hop) en böstaði feita mellu með því uppátæki sínu. Hann var giftur konu sem lék í BH og lék svo seinna í 'Las Vegas'. Átti með henni krakkaorm. Núna er hann að deita tvítuga stelpu sem lék vondu gelluna í 'Confessions of a Teenage Drama Queen' sem skartar megabeibinu Lindsey Lohan. Var líka einu sinni að deita Tori Spelling. Kemur víða við og leitar ekki langt. Hann var gestaleikari í 'Sabrinu', 'Las Vegas' og 'George Lopez'. Núna er hann örugglega bara að hafa það næs í ljósabekk að hömpast á rjúpu.

Ian Ziering - Steve Sanders

Þá: Alltaf sama vesenið á Steve. Mamma hans er fræg sápuóperustjarna sem ættleiddi hann í den. Mamma kaupir handa honum nýjan bíl í hverri viku og Steve kyssir hana fyrir það. Stelpuvandamál elta Steve uppi en hans eina ást hefur alltaf verið Kelly en þau voru einu sinni að deita en hún vill núna ekkert með hann hafa sem kærasta. Bara vin. Lítur upp til Brandons og er oft í keppni við hann um hylli ungra stúlkna. Alltaf að koma sér í vandræði. Reyndi eitt sinn að breyta einkunnum sínum í tölvum skólans og var næstum rekinn. Þá kom mamma og bjargaði öllu. Er núna í háskóla í fratörnití og á svo sannarlega heima þar. Já Steve er bara vitleysingur.

Nú: Íann hefur ekki gert neitt merkilegt síðan BH. Ef fólki finnst merkilegt að tala inn á nokkrar teiknimyndir eins og Spiderman og Batman þá má þeim finnast það. Fyrir BH lék hann þó í Leiðarljósi og hlýtur amma mín þá að vilja Íann. Hann var einu sinni giftur Playboy gellu en hún vildi frekar Hugh Hefner.

Gabrielle Carteris - Andrea Zuckermann

Þá: Blaðamannanördið Andrea sem var svo skotin í Brandon og ætlaði að gefa honum sig í kveðjugjöf þegar Brandon og co hugðist flytja aftur til Minnisódavatns. En sætt. Hún var alltaf bálskotin í Brandon og er það örugglega enn. Hún ógnaði hinum stelpunum í fyrstu með gáfum sínum og skörpum tilsvörum en varð seinna litla tilraunadýrið þeirra. Óborganlegt þegar Kelly og Donna lituðu á henni hárið. Hún var alltaf að deita nýja og nýja gaura og eitt sinn fór hún á deit með leiklistarkennaranum sínum sem átti svo kærustu. Átti voða erfitt því hún mátti eiginlega ekki vera í West Beverly af því að hún var ekki úr því hverfi. Neyydist því til að flytja til ömmu gömlu. Komst í Yale en hætti við að fara á síðustu stundu. Núna er hún að deita spanjóla og þau borða burritos og fajitas á hverju kvöldi.

Nú: Ótrúlegt en satt var Gabrielle 29 ára þegar hún lék hina 16 ára gömlu Andreu árið 1990. Ojojoj. Síðan þá hefur hún leikið nokkur gestahlutverk í þáttum sem flestir ættu að kannast við. T.d. 'Nip/Tuck', 'Crossing Jordan' og 'Strong Medicine'. Er gift og á tvö afsprengi, stelpu og strák. Hún er tvíburi af grískum uppruna og stúderaði látbragðsleik á tímabili.
---
Þar hafið þið það. Sirka 1600 orð en bara af því að ég er á næturvakt og hef ekkert annað að gera. Vonandi eruð þið einhverju nær um það sem kalla mætti mína nýjustu fíkn. Skjár einn fær allavega eitt klapp á bakið frá mér fyrir þetta uppátæki.

Engin ummæli: