laugardagur, júlí 29, 2006

Í morgun vaknaði ég með Gígju

nei djók, með klígju.

fimmtudagur, júlí 27, 2006

Skemmtilegar sögur

geta verið skemmtilegar. Ég hef nóg af þeim í farteskinu. Sú nýjasta er svakaleg. Hún Sóley var að koma heim frá Guate og við krakkarnir ætluðum að vera svo hress að mæta kl. 6:30 í Kefló og spila fyrir hana guatemalska (?) þjóðsönginn. Geðveikt sörpræs! Allt var klappað og klárt og við mættum mishress á þriðjudagsmorgni á völlinn. (Ég búin að sofa í 2 tíma) Biðum með lúðrana fyrir framan hliðið og furðuðum okkur á því af hverju í ósköpunum við vorum þau einu sem vorum að taka á móti henni. Biðum þarna í svona 3 korter en engin Sóley. Fórum þá að pæla... kannski kemur hún á morgun. Hringdum heim til hennar með tilheyrandi vakningu og jújú, við vorum degi á undan að taka á móti henni. Spiluðum samt fyrir einhvern mann. Það var ekkert annað í stöðunni en að fara til baka þótt það hafi kitlað að leigja bara hótelherbergi þarna og vakna snemma morguninn eftir. Svo gerðist það sama morguninn eftir nema að í þetta skipti var Sóley að koma heim í alvörunni. Þessi skemmtilega saga ætti að kenna manni að stundum getur geðveikt mikið leyndósörpræs floppað. Já svo er kannski betra að vera viss um hvenær fólk kemur til landsins. En ég prísi mig sæla fyrir að eiga heima í Hafnarfirði, ekki á Kjalarnesi eða eitthvað. En það er ekki á hverjum degi sem maður vaknar kl. 5 tvo morgna í röð í sama tilgangi. Jú kannski ef maður er að bera út moggann...

Jæja, er farin í jamaíkaískt (?) matarboð. Jaman!

mánudagur, júlí 24, 2006

Ekki amalegt

að vakna með svona súkkulaðibrúnan dúdda við hliðina á sér.

Ég hefði samt átt að nýta tækifærið og sparstlað vel með pallaolíu í hvítu rifuna þarna. Bara næst Særún. Bara næst.

Nei í alvörunni, þá er þetta reyndar mjög fyndin saga. Potið í mig við tækifæri og ég skal segja ykkur sögu sem þið munið aldrei gleyma.

fimmtudagur, júlí 20, 2006

Pæling

Fyrst konur eru með sköp, eru karlar þá ekki með ósköp?
Gefum okkur að þessi pæling sé á rökum reist. Þegar einhver segir hástöfum: "Mikil ósköp!" þá er hinn sami að vegsama stærðarinnar reður.

Mikið er þetta fín gömul mynd.

miðvikudagur, júlí 19, 2006

Það að vera háður youtube.com...





mánudagur, júlí 17, 2006

Helgin

- ég gerði mikil mistök með að prófa þetta "Are you a wax-virgin?" dæmi. Ái.
- ég og Oddný vorum að meikaða
- drukkum bjór og skrifuðum meil á ítölsku
- yfirgáfum menn og fullt af þeim
- fórum til Amsterdam
- við plús Þura rokkuðum og tókum myndir -----> (nr. 10 í "myndarekkanum")
- Þura átti pleisið
- klósetttrúnó
- stal beikonbát á Nonnabitum
- rákum ljóta stráka úr rúmum
- ég gaf dauðum gaur hárnudd sem svaf í sófa
- fór í foursome
- vaknaði kl. 8 og fór til MSN-dömparans að drekka rauðvín
- krotaði svo á hann með olíutúss á meðan hann svaf
- ég hló, ekki hann
- fór með Völu stóru í 5 manna partí
- skutlaði pabba og vinum hans á Players með tilheyrandi pissustoppum
- kom aftur í partíið og þá var Vala hálfdáin
- hösslaði pólskan dyravörð á Hverfizzzzz til að komast inn. Sóun á hössli
- við Vala björguðum stelpu sem tánaglabrotnaði á 11 (allavega var MIKIÐ af blóði) og reddaði henni fari á heilsó (reyndar með löggubíl).
- hún sagðist vinna hjá Sævari Karli og ef það væri eitthvað þá ættum við að koma til hennar
- við Vala erum alvarlega að pæla að fara til hennar á morgun og bara: "Dýrustu Prada skóna takk og skelltu Dolce & Gabana buxum með í leiðinni!"
- en við hættum við sökum góðmennsku
- talaði við ógeðslega mikið af dönskum gaurum í bænum og örugglega 3 af þeim sögðust vera læknar
- ég og Vala erum pottþétt systur
- vorum líka næstum alveg eins klæddar og með alveg eins nefjaðar
- fór svo á Superman Returns í gær
- besta línan: "I had forgotten how warm you were"

föstudagur, júlí 14, 2006

ÉG ER HÆTT

við að segja selebsöguna. Þarna hræddi ég ykkur. Ef þið viljið heyra hana áður en hún lekur í slúðurblöðin þá endilega pikkið í mig, bara ekki fast.
Já lífið er ekki að fara sérlega blíðum höndum um hana Særúnu sína en það er eitthvað sem hún verður að sjá um sjálf. Plönin fyrir næsta ár hafa heldur betur breyst og er "óvissa" einkennisorð núverandi daga. En í leiðinni komst hún að því hverjir eru vinir hennar og hverjir ekki. Nei það er ekki hægt að kaupa þá út í búð og það er greinilega ekki nóg að vera trú og trygg sínum vinum. En sem betur fer á hún góða að sem hún getur treyst og það er um að gera að sía út svörtu sauðina þegar tækifæri gefst. Líka alltaf að gaman að taka út raunveruleikatékkann úr Gleðibankanum og spreða honum í hluti sem virkilega skipta máli eins og til dæmis yfirsýn. Já ég held að þarna uppi sé einhver sem togar í örlagaspottann minn því stundum er manni bara ekki ætlað að gera vissa hluti. Ég veit ekki af hverju ég er svona sentimental en það er kannski þessum eina bjór að kenna sem ég er búin að svolgra í mig. Núna tekur við fylleríisbömmer með góðum vinum og góðum vonum. Skál!

sunnudagur, júlí 09, 2006

Bryllup

Upp á Skaga skellti ég mér í gær. Ekki til að hylla Íramenn, heldur til að hylla brúðhjón. Bróðurdóttir hans pabba var að gifta sig og veislan var í félagsheimili fyrir utan Akranes. Vaknaði eftir 11 tíma næturvakt, sturta, kjóll og uppí bíl. Síðan tók mamma á þetta "Æi ég gleymdi gjöfinni!" þegar við vorum að koma að göngunum. En þar sem móðir mín er ekki leiklistarlærð þá fór hún að flissa og eyðilagði djókið. Maturinn var fokkgóður. Fatta samt ekki þann sið að þegar allir slá í glösin sín þá verða brúðhjónin að fara upp á stól og í hörkusleik. Þetta var gert örugglega svona 6 sinnum. Greyið brúðhjónin. Ef einhver gerir þetta í minni veislu (ef hún verður) þá brjálast ég.... núna eru allir að skrifa hjá sér: Muna að slá í glös í brúðkaupsveislu Særúnar. Og þar sem ég varð að fara á aðra næturvakt um kvöldið þá gat ég ekki hellt í mig freyðivíni, Baily's og koníaki. Ég fékk því að keyra jeppan hans Munda frænda heim. En það sem hann vissi ekki var að ég var að keyra þessa leið í fyrsta skipti síðan ég keyrði upp á Skaga í ökutíma einu sinni. Hann varð soldið smeykur þegar ég sagði honum þetta á miðri leið. Hohohoho.

Ég þekkti svona 1/10 af veislugestum og sem betur fer var ég með myndavél til að stytta mér stundir. Fjölskyldumeðlimir misstu sig alveg í grettunum og flippinu og voru ekki að fela neitt. Tæknin er alveg merkileg því það var hægt að festa öll þau augnablik á filmu/minniskubb. Hér má sjá nokkur sýnishorn:


Þessi var ógeðslega töff og var alltaf að urra á mig. Enda var hann tígur.


Frændi að prófa súmmið. Það virkar.

Af einhverjum ástæðum þá get ég ekki sett fleiri myndir. Drasl. Set fleiri seinna. Það besta á eftir að koma. Kem svo næst með celebrity-sögu og það allsvakalega sögu.

fimmtudagur, júlí 06, 2006


Michael Bolton

Ég var í klippingu. Fór til róttæku klippikonunnar sem gerðist heldur betur öfgafull í þetta skiptið. Gaf mér "Michael Bolton sítt að aftan til hliðar-klippingu" að hennar sögn. Stystu hárin eru svona 2 cm og ég fékk sjokk þegar hún tók upp rakvélina. En þá var hún bara að snyrta runnann sem betur fer. Við spjölluðum um himinn og geim, meðal annars sagði hún mér frá einhverri mynd sem gerist í óbyggðum Ástralíu og eftir að hún sá þessa mynd þá langar hana ekkert að fara þangað lengur. Samkvæmt þessari mynd þá týnast 30.000 manns í óbyggðum Ástralíu á ári hverju. Ég held að ég segi bara pass við þessa mynd.


Ég skil núna af hverju Sókrates er alltaf að borða gras. Hann er að reyna að reykja það. Þetta er allavega byrjun.

PS. Söfnunin "Oddný heim!" sem ég stóð fyrir hefur greinilega skilað sér því Oddný er komin heim. Klapp á bakið Særún!

PS2. (er það ekki tölva?) Ég var að kaupa mér júlluberara í fyrsta skipti síðan í ágúst. Ógeðslega er ég mikill lúði og ókvenleg eitthvað. Júlluberarinn er samt boobylicious.

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Ég bíð eftir þeim degi

þegar það verður hægt að fá Júmbó eða/og Sóma pylsur í bréfi. Bara stinga þessu í örbylgjuna og volla: pylsa með öllu sem bragðast svei mér þá bara betur en á Bæjarins bestu. Og ekki klikkar að hafa kókómjólk með í pakkanum. Algjör óþarfi samt að setja hana í örbylgjuna.

þegar ég byrja að plokka augnbrýrnar á aldraðri föðurmóður minni. Þarf reyndar ekkert að bíða svo lengi eftir því því hún er bara að koma bráðum. Ég held að ég stofni bara plokkunarstofu, svei mér þá. Enda hef ég mikla unun og gleði af þessu. Afraksturinn er vel þess virði, þótt ég raki ekki neitt af. Yndislegt að sjá fólk engjast af kvölum þegar mér finnst þetta bara þægilegt þegar þetta er gert við mig. Já ég er skrýtin skrúfa. En ef ykkur vantar plokkun ÓKEYPIS þá er ég ekki langt undan (nema ef þið eruð í útlöndum eða á Akureyri). Engar áhyggjur, ég er pro. Prostyle eins og hjólið.
Plokka alla - bæði konur og kalla - með hár eða skalla.