Skemmtilegar sögur
geta verið skemmtilegar. Ég hef nóg af þeim í farteskinu. Sú nýjasta er svakaleg. Hún Sóley var að koma heim frá Guate og við krakkarnir ætluðum að vera svo hress að mæta kl. 6:30 í Kefló og spila fyrir hana guatemalska (?) þjóðsönginn. Geðveikt sörpræs! Allt var klappað og klárt og við mættum mishress á þriðjudagsmorgni á völlinn. (Ég búin að sofa í 2 tíma) Biðum með lúðrana fyrir framan hliðið og furðuðum okkur á því af hverju í ósköpunum við vorum þau einu sem vorum að taka á móti henni. Biðum þarna í svona 3 korter en engin Sóley. Fórum þá að pæla... kannski kemur hún á morgun. Hringdum heim til hennar með tilheyrandi vakningu og jújú, við vorum degi á undan að taka á móti henni. Spiluðum samt fyrir einhvern mann. Það var ekkert annað í stöðunni en að fara til baka þótt það hafi kitlað að leigja bara hótelherbergi þarna og vakna snemma morguninn eftir. Svo gerðist það sama morguninn eftir nema að í þetta skipti var Sóley að koma heim í alvörunni. Þessi skemmtilega saga ætti að kenna manni að stundum getur geðveikt mikið leyndósörpræs floppað. Já svo er kannski betra að vera viss um hvenær fólk kemur til landsins. En ég prísi mig sæla fyrir að eiga heima í Hafnarfirði, ekki á Kjalarnesi eða eitthvað. En það er ekki á hverjum degi sem maður vaknar kl. 5 tvo morgna í röð í sama tilgangi. Jú kannski ef maður er að bera út moggann...
Jæja, er farin í jamaíkaískt (?) matarboð. Jaman!
fimmtudagur, júlí 27, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli