sunnudagur, júlí 09, 2006

Bryllup

Upp á Skaga skellti ég mér í gær. Ekki til að hylla Íramenn, heldur til að hylla brúðhjón. Bróðurdóttir hans pabba var að gifta sig og veislan var í félagsheimili fyrir utan Akranes. Vaknaði eftir 11 tíma næturvakt, sturta, kjóll og uppí bíl. Síðan tók mamma á þetta "Æi ég gleymdi gjöfinni!" þegar við vorum að koma að göngunum. En þar sem móðir mín er ekki leiklistarlærð þá fór hún að flissa og eyðilagði djókið. Maturinn var fokkgóður. Fatta samt ekki þann sið að þegar allir slá í glösin sín þá verða brúðhjónin að fara upp á stól og í hörkusleik. Þetta var gert örugglega svona 6 sinnum. Greyið brúðhjónin. Ef einhver gerir þetta í minni veislu (ef hún verður) þá brjálast ég.... núna eru allir að skrifa hjá sér: Muna að slá í glös í brúðkaupsveislu Særúnar. Og þar sem ég varð að fara á aðra næturvakt um kvöldið þá gat ég ekki hellt í mig freyðivíni, Baily's og koníaki. Ég fékk því að keyra jeppan hans Munda frænda heim. En það sem hann vissi ekki var að ég var að keyra þessa leið í fyrsta skipti síðan ég keyrði upp á Skaga í ökutíma einu sinni. Hann varð soldið smeykur þegar ég sagði honum þetta á miðri leið. Hohohoho.

Ég þekkti svona 1/10 af veislugestum og sem betur fer var ég með myndavél til að stytta mér stundir. Fjölskyldumeðlimir misstu sig alveg í grettunum og flippinu og voru ekki að fela neitt. Tæknin er alveg merkileg því það var hægt að festa öll þau augnablik á filmu/minniskubb. Hér má sjá nokkur sýnishorn:


Þessi var ógeðslega töff og var alltaf að urra á mig. Enda var hann tígur.


Frændi að prófa súmmið. Það virkar.

Af einhverjum ástæðum þá get ég ekki sett fleiri myndir. Drasl. Set fleiri seinna. Það besta á eftir að koma. Kem svo næst með celebrity-sögu og það allsvakalega sögu.

Engin ummæli: