fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Góður dagur!

Og hann er ekki einu sinni hálfnaður. Byrjaði daginn á því að skutlast upp í leikskóla til mömmu og var með hljóðfærakynningu og spilaði smá fyrir krakkana. Einn strákur sagði mér að þegar hann verður 2 metrar ætlar hann að spila á svona gull. Gangi honum vel. Litlu börnin, yndisleg.

Fór svo í morgunpartý til Gyðu í bakkelsi, kakó og Buzz sem ég fékk reyndar ekki að prófa. Og núna er ég bara heima að tjilla og missi þar af leiðandi af árshátíðardagskránni. Verður að hafa það. Pæling að byrja bara að drekka. Nei byrja svona 4. Svo er bara matur hjá Gretu snilling en ég var að "elda" í gærkvöldi fram á nótt heima hjá henni. Sá allavega um merkispjöldin við borðið og tuð. Svona verður matseðillinn:

Fordrykkur - Freyðivín
Forréttur - Villisveppasúpa ala Argentína
Aðalréttur - Hamborgarahryggur og lambakjöt með kartöflum, salati og dóti
Eftirréttur - Súkkulaðifrómas með rjóma og frönsk súkkulaðikaka

Ég verð sko tvöföld eftir þetta kvöld. Síðan partý hjá PartýHildi og síðan ball á Gullhömrum upp í sveit. Síðasta árshátíðin mín í MR. Farin að grenja. Tek svo myndir af heila klabbinu og þær sem eru birtingarhæfar set ég ef til vill á netið.

Engin ummæli: