Allt að gerast!
"Thor Jensen er ekki bara nafn í sögubók. Hann er nefnilega svo miklu miklu meira." Svona byrjaði sögufyrirlesturinn minn sem ég var að gera til hálf 3 í nótt. Tókst ágætlega bara held ég. Kvikmyndafræði í fyrsta tíma. Mín þreytt og reytt með bauga niður á rasskinnar. Umræðuefni tímans: Slasher-myndir. Fullt af ógeðslegum myndbrotum. Strákar og stelpur öskruðu. Þá aðallega strákar. En það var bara af því að það var mánudagsmorgunn. Bölvaði mér fyrir að hafa ekki séð allar þessar myndir fyrr. Friday The 13th, Nightmare on Elmstreet-myndirnar. Þarf hugrakkan karlmann í að horfa á þetta með mér. Býður sig einhver fram? Sá reyndar Halloween um daginn en augu voru lokuð mestallan tímann. Ég kippi þessu í lag þegar ég fæ heimabíóið (sem er ekki til) þegar á neðri hæðina verður komið. Herbergið að komast í stand. Núna á bara eftir að planta einni hurð, mála veggi og húsgögn og koma fyrir nýja ameríska rúminu mínu sem ég mun kaupa næstu helgi. Nú get ég hent 90x200 rúminu sem ég keypti fyrir fermingapeningana mína fyrir ca. 6 árum og kysst rassabunguna í rúminu bless með feitum sleik. Ef hærra væri til lofts í herberginu myndi ég hoppa í því á hverjum degi. En það ætti nú að vera hægt að redda því á annan hátt. Habbahabba!
Ef ég mætti ráða myndi ég mála herbergið mitt gulllitað. Helst glimmer. Eða pallíettur. Halda bara risastórt pallíettupartí og allir fá bjór og brjóst ef þeir líma pallíettur á veggina mína. Svo mega allir gista í nýja rúminu mínu og hoppa að vild. Þetta er nú bara draumur. Það væri líka gaman að halda partí og láta alla fá gullspreybrúsa og allir sprauta bara út um allt og verða rosalega skakkir. Já þetta er eitthvað sem vert er að íhuga.
Svona verður maður eftir gullspreybrúsapartí. Með stálbrjóst.
mánudagur, febrúar 13, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli