Jó!
Kjellan búin að vinna og vinna og vinna og er komin með nóg. Hér eftir verður slakað á, það er að segja þegar ég er ekki að æfa mig. Það er búið að bjóða mér í nokkur partí á gamlárs og dem, það er erfitt að velja á milli. Eitt er nú bara í götunni fyrir ofan mig en voðalega fáir sem ég þekki þar. Svona er að missa allt samband við Hafnarfjarðarkrúið. Þetta verður víst bara stelpupartí og svo fara þær allar á Broadway að djamma með Breezer eða Lite bjór. Ekki alveg fyrir mig.
En í gær fór ég á Elliot Smith Tribute-tónleika eftir vinnu. Náði einu lagi. Var á gestalista sko. Ekki oft sem það gerist. Síðan gerðist hið rosalega... ég fór á Hverfizbarinn þar sem Herra Ísland-liðið hristi á sér tönnuðu skankana. Ég flúði, fór heim, horfði á Júragarðinn og borðaði ítalskt gúmmelaði.
Persónulega hornið
Þarna er maður í gúddífíling hjá móðurafa og -ömmu á Skerðingsstöðum II, Reykhólasveit, Króksfjarðarnesi, A-Barðarstrandarsýslu, Vestfjörðum, Íslandi. Amma algjör gella í bláum buxum og rauðum ballerínuskóm á meðan afi geiflar sig í sveitagallanum, brókaður upp að nafla. Þarna er líka Jóney frænka í gulum páskakjól en hún er nú samt úr föðurfjölskyldunni, veit ekki alveg hvað hún var að gera á þessari mynd. Myndin er tekin í garðinum en þar var rosalega gaman á mínum yngri árum. Í garðinum var grenitré þar sem fuglar gerðu sér hreiður og verptu síðan í. Glás af rabbarbara óx í garðinum og þá var húllumhæ í sveitinni.
föstudagur, desember 30, 2005
mánudagur, desember 26, 2005
Síðisti jólasveinninn
kom í gær. Uppstúfur. Hahaha! Í dag kom svo Niðurstúfur með allan niðurganginn sem fylgir öllu þessu reykta kjöti og baununum. Alveg pípandi.
Persónulega hornið
Nú eru jólin og er þá ekki tilvalið að hafa smá jólaþema? Jú!
Jólin 1988. Í pakkanum sem ég við hliðina á var bleikt þríhjól sem var svo sett saman á staðnum. Það er til á spólu og finnst mér tussugaman að horfa á þetta. Ég eitthvað að hjóla á pabba og flækja kjólinn í petölunum.
Jólin 1989. Þarna er ég og Jóney frænka mín heima hjá Munda frænda. Ekkert merkilegt gerðist þessi jól. Jú Hófý, mamma Jóneyjar og systir hans pabba kom með norskan kærastann sinn hann Idar sem hún seinna giftist og skildi svo við og eignaðist með honum bönns af krökkum. Ég hélt alltaf í mörg ár að hann héti Gítar. Það er líka miklu flottara en Idar.
Jólin 1991. Ég hef gleymst 1990 því þá var mamma kasólett og vesen. Þetta ár kom litla sveskjan hún systir mín í heiminn og þá byrjaði mamma að sauma allt samstætt á okkur. Seinna braut systir mín smákökujólasveininn þarna þegar hann var fullur af piparkökum þegar hún ætlaði að sýna pabba en hann var að horfa á sjónvarpið. Í þúsund mola.
Jólin 1992. Fyrstu jólin okkar á Hverfisgötunni og þar erum við enn. Þarna lamdi systir mín mig með pökkunum og tók krullubönd og svona. Væri maður ekki til í að vera með svona spóaleggi núna? Og já, ég er í nærbuxum þarna undir.
Nú er komið nóg af jólamyndum og egóstælum því ég er farin í partí. Jólabless.
Birt af Særún kl. 19:32 0 tuðituðituð
sunnudagur, desember 25, 2005
Jólafærslan
Gleið jól krakkar mínir! Mín er búin að vera að vinna svo mikið síðastliðnu daga að hún er bara búin áþí. Ég vann á miðvikudag, fimmtudag og 14 TÍMA Á ÞORLÁKSMESSU! Ekkert yfirvinnukaup og ekki neitt. En svona er lífið. En aðfangadagur var í gær í allir sinni dýrð. Ég fékk bara óvenjumarga pakka þetta árið en ber þá helst að nefna DVD spilarinn sem ég fékk frá rugludallinum henni systur minni og digital myndavél frá uppalendum mínum. Það voru því tækjajól á mínu heimili. Svo komu gestir akkúrat þegar við vorum að fá okkur eftirréttinn. Það var mandla í ísnum hennar mömmu og gestirnir þurftu endilega að fá möndluna og möndlugjöfina sem var nú reyndar bara jólaveinastytta en samt. Í dag verður slappað af og borðað og líka á morgun. Svo er bara vinna vinna vinna milli jóla og nýárs. Klapp fyrir því.
Persónulega hornið
Þessi mynd átti nú reyndar ekki að koma strax en þetta er eina jólamyndin. Þarna er ég 1 árs og mjög stórt barn eins og sést. Þessi kjóll er alveg hrikalegur, sé mig núna fyrir mér í svona kjól bara stærri. Tískuslys. Þetta var sem sagt jólakortamyndin 1987 og vakti eflaust gríðarlega lukku.
Birt af Særún kl. 14:01 0 tuðituðituð
mánudagur, desember 19, 2005
Já ég er komin heim
og til í tuskið. Svo ég verði ekki stimpluð sem úrþvætti ætla ég að vera með þetta dæmi sem allir eru með, eða löngu búnir að vera með. Stal þessu frá henni Gyðu.
Settu nafnið þitt í kommentakerfið og ég segi þér:
1. Eitthvað handahófskennt um þig
2. Eitthvað lag eða mynd sem tengist þér
3. Fyrstu skýru minningu mína af þér
4. Eitthvað sem bara við skiljum
5. Einhver spurning sem ég hef lengi viljað fá svarið við
Persónulega hornið
Mynd 3
Þarna er ég svona nokkurra mánuða, feit og pattaraleg. Ég var afar stórt barn, enda var ég kölluð súmóglímukappinn af ættingjum mínum. Hökufellingarnar í algleymingi. Mamma sagði mér einu sinni frá því þegar hún var að gefa mér barnamat í krukku og það fór matur inn á milli fellinganna. Næsta dag var ég öll rauð og brunnin eftir matinn undir fellingunum. Það er nefnilega ekkert grín að vera með fellingar.
Birt af Særún kl. 15:14 0 tuðituðituð
föstudagur, desember 16, 2005
Vúhú!
Ég var að gera aðra myndasögu en hún lýsir ekki því ástandi sem ég er í núna því ég var að koma úr síðustu prófunum mínum en þau voru svona sjúkra. Ógeðslega sick!
Eftir helgi kem ég svo með eitthvað ógeðslega djúsí. Ég þarf nefnilega að fara vestur á morgun í jarðarför hjá bróður hennar mömmu. Ég mun samt hafa eitthvað að gera á leiðinni þangað. Til að byrja með stilli ég sætið í jeppanum í lazyboy-stöðu, sting svo The Grinch í raufina og horfa á hana í skjánum í loftinu á jeppanum. Já þetta er ljúft líf á tækniöld.
Mynd 2
Þetta eru mamma og pabbi, fórnarlömb 80' tískunnar, á Seltjarnarnesinu en þar átti ég heima eftir að ég flutti af spítalanum. Þetta eru stoltir foreldrar og eru það enn. Takið eftir peysunni sem mamma er í. Algjör gullmoli! Þarna er hún bara tvítug gella en hefur voðalega lítið breyst. Pabbi er bara alveg eins og hann er núna, bara með meiri bumbu. Svona stólar sem þau sitja í voru rosalega móðins á þessum tíma en rosalega óþægilegar. Og sjáið þetta ljóta barn! Oj!
Birt af Særún kl. 14:16 0 tuðituðituð
miðvikudagur, desember 14, 2005
Sviðasultan - persónulegra blogg
Um að gera. Ég hef ákveðið að brydda upp á ýmsum nýjungum á þessi bloggi og vil byrja á því að leyfa ykkur að kynnast mér svolítið betur með því að leiða ykkur í gegnum mitt sirka 19 ára langa líf - í máli og myndum. Ein mynd mun koma á eftir hverri færslu og já, myndirnar eru margar svo ekki örvænta. Svo er hægt að safna myndunum saman, prenta þær út og búið til dýrkunarvegg Særúnar í herberginu sínu. Minn veggur er í vinnslu. Hér kemur sú fyrsta:
Mynd 1
Þarna er ég nýfædd og pabbi minn heldur á mér. Hann skrifaði það í svona fæðingarbók sem ég átti, að þegar hann sá mig fyrst, fannst honum ég vera óskaplega ljótt og ófrítt barn. Alltaf að gretta mig og geifla. En svo fannst honum ég verða fallegri og fallegri með hverri mínútunni sem leið og síðan þá hef ég ekkert hætt að verða fallegri. Á myndinni er pabbi í hvítri forláta skyrtu með tölvuúr sem var þá ógeðslega hipp og kúl.
Birt af Særún kl. 16:17 0 tuðituðituð
þriðjudagur, desember 13, 2005
Þetta vissu ekki allir!
Mér finnst ógeðslega gaman að gera myndasögur með aulahúmor.
Dæmi 1
Dæmi 2
Dæmi 3
Dæmi 4
Fólk fattar þetta... eða ekki. Ég fatta þetta samt. Svona næstum því. En ég og Paint erum ekki vinir. Fleiri svona eru í bígerð. Bis später jaja.
Birt af Særún kl. 13:57 0 tuðituðituð
mánudagur, desember 12, 2005
Ég er löt og nenni ekki að læra
Þess vegna fór ég (af ástæðu sem er mér ókunn) á mbl.is, í myndasafn og prófaði að leita að öllum myndum sem tengdust nafninu mínu. Og viti menn, kom ekki bara grein sem hljóðar svona:
"Mikill heiður fyrir okkur"
Hafnfirskir unglingar nýkomnir úr tónleikaferð "Mikill heiður fyrir okkur" Það eru ekki margir íslenskir unglingar sem hafa afrekað að skemmta á sviði Disneylands í Evrópu. Það hefur hins vegar c-sveit lúðrasveitar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar gert, en hún er nýkomin úr vikulangri tónleikaferð þaðan. MYNDATEXTI: Þorsteinn Skúli Sveinsson, Björk Níelsdóttir, Stefán Ómar Jakobsson og Særún Ósk Pálmadóttir.
[ tónlist ] 18. júlí 2001
Einu sinni var maður lítill og saklaus í c-lúðrasveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, nýkomin frá Disneylandi. En tímarnir breytast og mennirnir með. Væri maður ekki til í spóla aðeins til baka. Held það.
Birt af Særún kl. 00:06 0 tuðituðituð
laugardagur, desember 10, 2005
Nokkrar myndir frá Portó
Meira að segja Beckham getur ekki staðist mig svona léttklædda
Allamalla! Hver á þennan pissandi typpaling?
Ég byrja bara að slefa og þeir syngja: "Byggja hús, byggja hús, byggja byggja byggja hús"
Móa? Nei, atriði úr Bold and the Beautiful.
Þetta atriði er úr The O.C.
Birt af Særún kl. 17:40 0 tuðituðituð
föstudagur, desember 09, 2005
Oma und Opa
Þessi færsla verður tileinkuð föðurforeldrum mínum. Síðan í gærmorgun hafa þau eiginlega ekki farið úr húsinu mínu. Þetta byrjaði allt svona:
Særún ógisslega glöð að vera búin í tussu íslenskuprófinu sínu og er að míngla við krúið fyrir framan stofuna.
Særún: "Óg ég skrifaði þúst bara: Upplýsingaöld slupplýsingaöld!"
Konrektor: "Uuu, Særún þú átt að fara heim."
Særún: "Ha?"
Konrektor: "Mér var bara sagt að þú ættir að fara heim."
Særún: "Kom eitthvað fyrir?"
Konrektor: "Þú átt bara að fara heim."
Ég trúði honum og brummaði heim með hjartað í ristlinum. Frétti svo seinna að ef ég hefði ekki verið ökuhæf hefði Hannes portner átt að skutla mér heim og vinnufélagi pabba sem er jafnframt guðfaðir minn og besti vinur pabba átti að ná í bílinn í skólann. Jæja ég kom heim og þar voru afi og amma og hafa ekki farið síðan. Ætluðu fyrst að gista heima en við systurnar neituðum. Og hvað var það fyrsta sem blasti við mér þegar ég kom heim úr þýskuprófinu í morgun? AFI! AÐ LESA MOGGANN Í RÓLEGHEITUM! Amma kom svo með köku og ég bara whut? Ertu að segja að ég sé feit? Svo ætlaði ég að ordera eina heita pözzu en nei nei, vildu þau ekki bara fá líka eina með skinku og sveppum. Það var allt í læ fyrst þau voru að splæsa. Svo bara þekkti ég stelpuna í pizzusímanum og við fórum bara að spjalla á fullu um jarðarfarir og svona. Svo prumpaði afi svo mikið yfir pizzunna. Það á ekki að gefa gömlu fólki svona nýjan mat. Núna sitja þau bara í gúddífíling að horfa á Ídolið og fara örugglega aldrei. Men!
Birt af Særún kl. 21:28 0 tuðituðituð
fimmtudagur, desember 08, 2005
Hvert áfallið á fætur öðru
Þess vegna segi ég bara pass og geri svona.
Birt af Særún kl. 13:23 0 tuðituðituð
þriðjudagur, desember 06, 2005
Ég ætla að pína mig í sögupróf á morgun þótt heilsan sé slöpp. Nenni bara ekki að eyða jólafríinu mínu í sjúkrapróf. 39 stiga hiti í gær en enginn í dag. Einkunnir verða ekki til fyrirmyndar þessi jólin en ég hef þó gilda og góða afsökun. Ég verð þessi með stóra trefilinn fyrir andlitinu.
Ég er svona, bara verri. Minni sjálfa mig á Monicu í Friends þegar hún var ógeðslega feit.
Birt af Særún kl. 19:25 0 tuðituðituð
sunnudagur, desember 04, 2005
DJÓK!
ég er víst með hettusótt en ekki streftókogga. Ekki skánar það.
Birt af Særún kl. 15:19 0 tuðituðituð
laugardagur, desember 03, 2005
Nú er illt í efni
því mín er bara suddaveik. Byrjaði að finna fyrir þessum týpísku beinverkjum áður en ég fór í vinnuna í gær en píndi mig til að fara. Það sem maður gerir ekki fyrir þetta jólahlaðborð. Jæja, mér byrjaði sífellt að versna og minnstu munaði að ég gubbaði á einn kúnnann. Þá var ég send heim. Á leið minni heim keyrði ég næstum því á ljósastaur. Það er ekki gáfulegt að keyra veik. Mældi mig með rassamæli þegar heim var komið og viti minn, 39 stiga hiti. Og próf alla næstu viku! Vaknaði svo í nótt og hálsinn minn var búinn að tvöfaldast, stökkbreytast. Upp að eyrum. Veit ekki hvað þetta er en ef það er það sem ég held að það sé (streftókoggar) þá verð ég rúmliggjandi næstu vikuna. Jebb. Það verður þvi húllumhæ þegar ég tek öll prófin mín á þessum 2 dögum sem ég hef til þess. Gangi ykkur hinum þá bara vel í prófunum. Get ekki skrifað meira, beinverkirnir alveg að fara með mig. Desember er ekki minn happamánuður. Hvað gerist næst? Ég held að það kvikni í húsinu mínu á aðfangadag. Eða í öllum gjöfunum. Fylgist spennt með!
Birt af Særún kl. 22:15 0 tuðituðituð
fimmtudagur, desember 01, 2005
Tannlæknar
Ofmetin stétt. Var að koma frá tannsa áðan, þeim dýrasta í bænum. Vegna hans mun ég ekki geta borðað í nokkra daga. Kvennsan þurfti endilega að byrja á því að skafa mig til blóðs með króki. Það var vont en ég beit á jaxlinn og í puttann hennar í leiðinni. Hún átti það skilið. Svo þurfti hún að skera burt einhvern húðflipa sem var á endajaxlinum mínum. Sagði fyrst að ég gæti ekki borðað í svona 2 tíma og þyrfti að leyfa þessu að gróa almennilega. Jújú ég samþykkti það þótt ég ætlaði að vera ýkt dugleg að æfa mig á lúðurinn í dag. Hún deyfði og það var vont. Svo sagði hún: "Æjæj, vitlausu megin!" Ég hefði getað kýlt hana. En jæja, loksins tókst henni að deyfa réttu megin og skar svo burtu húðflipann og það blæddi fullt. Svo sagði hún að hún hafi meint að ég mætti helst ekki borða í 2 daga (ekki 2 tíma) en ef ég þyrfti nauðsynlega að gera það þá yrði það vont. HA?! Þannig að ég þarf bara að svelta og bíta í bómul í 2 daga. Þar af leiðandi á ég erfitt með að tala og þurfti endilega að hitta fógeta minn á leið minni heim. Það var nú skrýtna samtalið ef samtal má kalla. Og nú bít ég í blóðugan bómul og er að deyja úr hungri. Er líka byrjað að slefa smá, er líka deyfði báðum megin.
Samrænda prófið í ensku haldið með pomp og pragt í morgun. Ég skilaði auðu, eða svona næstum því. Teiknaði jólasvein sem gaf fokkjú merki og sagði: "Fokk jú Þorgerður!" Við hliðina á honum var svo risastór jólaköttur að kúka á samrænt próf. Svo fór ég út og keypti miða á náttúrutónleikana 7. janúar.
Sem betur fer er Footballers' Wifes í kvöld. Bara svo ég haldi geðheilsunni. Já Sylvía Nótt er líka og baddsjelorinn. Hvað það verður veit nú enginn. Fólk má hringja í mig ef það vill heyra hvernig ég tala.
Hey, ég á svona kjól. Ég er bara miklu flottara í honum. OJE!
Birt af Særún kl. 14:42 0 tuðituðituð