miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Heimilistækjaógöngur - II. hluti

Ég man eftir öðru mjög minnisstæðu atviki. Ég var svona 4 ára og notkun vöfflujárna var "inn" það árið. Ekki svona matarvöfflujárn, heldur hárvöfflujárn. Ég var afar óþægur krakki með njálg í rassinum og því gat ég ekki verið kyrr. Eitt sinn var ég að fara í afmæli hjá læknisdóttur sem átti heima í götunni minni og mamma vildi hafa mig fína með vöfflur í hárinu. Svo gerðist það. Njálgurinn tók sér festu í rassinum mínum og því klemmdi mamma eyrað mitt með vöfflujárninu. Ég var því með vöfflueyra. Mamma sýndi svo lækninum eyrað mitt og hann sagðist aldrei hafa séð jafn skrítið á sinni löngu læknisævi. Vöfflurnar fóru svo úr eftir svona ár og má enn sjá nokkur vöffluummerki.

Boðskapur:
Vöfflur eru af hinu illa.

Engin ummæli: