Leikur mánaðarins
er leikur sem ég bjó til í skólanum í dag fyrir einskæra tilviljun. Ég var að borða skyr og til að vera nákvæm þá var það vanilluskyr frá KEA. Besta skyrið. Fann 2 blýbrot á borðinu mínu ca. 8 mm að lengd og setti þau í holuna á skyrdollulokinu þar sem skeiðin á að vera. Vitanlega var skeiðin ekki í holunni því ég var búin að borða skyrið með skeiðinni. Fór svo að pota í brotin því það var íslenska og ég hafði ekkert annað gáfulegt að gera. Tók eftir því að blýbrotin virkuðu svipað eins og segull því ef ég beindi öðru blýbrotinu að hinu, þá skaust það í burtu. Teiknaði því 2 rauð mörk í sitthvora enda holunnar og teiga, einnig dómara til að hafa allt löglegt og svo áhorfendur á lokið. Leikurinn fer þannig fram að þátttakendur eru tveir og er markmikið að koma blýbroti í óvinamarkið og á meðan koma í veg fyrir að andstæðingurinn komi broti í þeirra mark. Engu máli skiptir með hvaða blýbroti þeir skora. Svo er "spilað" og eftir mínútu eru stigin tekin saman og þá er kominn sigurvegari! Leikurinn virkar einfaldur en svo er ekki eins og undirrituð komst að eftir miklir pælingar og margar tilraunir. Þá er bara að taka fram skyrdósina og hefja leikinn. Krakkarnir í Afríku yrðu alveg örugglega glaðir ef þeir myndu fá skyr og geta svo leikið sér með dolluna. Tvær flugur í einu höggi.
fimmtudagur, janúar 13, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli