Leyndardómar dönskunnar
Ég hef komist að leyndardómi dönskunnar! Tadadatamm! Ekki auðvelt að útskýra hann en ég ætla að reyna það. Sko, setja FOR- fyrir framan orðið og -ING fyrir aftan það. Auðvelt. Tökum dæmi:
Þú ert að leita að danska orðinu yfir mengun. Hugsa hugsa. Mengun er óhrein sem á dönsku er uren. Setjum það inn í stærðfræðiformúluna góðu -> For + uren + ing = Forurening. Og viti menn! Það þýðir mengun á dönsku!
Leiðinlegt að vera fyrst að fatta þetta núna þar sem maður er nú þar til útskrifaður í dönsku. Þetta er þá bara fyrir ykkur hin.
Kim er sammála mér. Er það ekki?
þriðjudagur, maí 04, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli