mánudagur, maí 17, 2004

Bókó

Ég fór á bókasafnið áðan að skila bókum og ákvað að sjúga í mig slúður. Hitti meðal annars góðkonuna Katrínu sem var eitthvað að bókast eins og ég. Katrín, það var ánægjulegt mjög að hitta þig þrátt fyrir afar stutt samtal. Það þarf bara svo lítið til að gleðja mitt litla hjarta.
En nóg um það. Ég sá sætan strák sem sat við hliðina á mér í sófanum á bókasafninu. Hann var að lesa fótboltablað á meðan ég var að lesa allt um demantshringinn hennar Dorritar í Séð og heyrt. Hann var eitthvað óvenjumikið að horfa á mig og vitaskuld tók ég því sem jákvæðan hlut - setti upp villimannslega augnráðið og bjóst til atlögu. Svo stóð ég upp til að ná mér í nýtt blað og þá fór strákurinn að flissa. Mér varð um og ó því ég vissi nákvæmlega að hverju hann var að hlæja. Ég þorði ekki heldur að líta niður heldur renndi hálfum rennlásnum upp - sem ég hefði átt að geyma þangað til seinna. Í staðinn fyrir að ná mér í nýtt blað, gekk ég út með hálfopna buxnaklauf. Þarna kom ég mér nú í bobba, hohoho! En ég get huggað mig við það að hann átti mig bara ekkert skilið fyrst honum finnst fyndið að vera opna buxnaklauf. Þetta er alvöru mál! Og hana nú!

Engin ummæli: