þriðjudagur, apríl 27, 2004

Vangaveltur

Fólk hefur verið mikið að pæla hvar ég er inni á myndinni hér að neðan en enginn hefur fundið mig. Það er ástæða fyrir því líkt og öllu öðru. Ég er inni á myndinni en ég sést ekki. Þið sjáið 2 stráka sem líta út fyrir að faðmast en í rauninni er ég á milli þeirra. Ég var sem sagt að labba á Flensborgarballi og komu þessir drengir askvaðandi og tóku mig í samloku. Var ég þar á milli í dágóðan tíma að kafna, síðan slepptu þeir mér lausri og gengu sína leið. Og það vildi svo skemmtilega til að ljósmynd var tekin af þessum atburði.

Jáh, lífið er fullt af óvæntum uppákomum!



Hver verður 10.000asti gesturinn?

Engin ummæli: