Skyr er gott!
En peruskyr er það ekki. Ég var einmitt að gæða mér á svoleiðis skyri í gær um leið og ég var að spjalla við hana Móu um það að frussa út úr sér matnum sínum. Orð eins og: "Ómægod!" og "Djísúskræst" voru sögð frekar oft við það tilefni. Og síðan gerðist það... ég frussaði skyrinu mínu næstum því yfir Móu og öll var ég útötuð í skyri. Það er ástæða fyrir því eins og öllu öðru, Móa sagði eitt fyndnasta orð sem ég hef heyrt: Gammósíur. Eða það hélt ég því hún sagði eitthvað annað sem er ekki nálægt orðinu gammósíur. Já, þetta var leiðinleg færsla en öll höfum við rétt á einni slíkri um ævina. Lifið lengi og borðið skyr!
Ég mun gerast sek um það að fara á tónleika með Pink í ágúst en það er ástæða fyrir því eins og öllu öðru. Ég á litla systur sem dýrkar þá konu og mun ég fara með henni og litlu gelgjuvinkonum hennar til að passa að þær geri ekki einhvern óskunda eins og að flassa... þótt þær hafi ekkert til að flassa. Vill einhver koma með?
miðvikudagur, apríl 28, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli