fimmtudagur, apríl 08, 2004

Pennar

Það er alltaf gaman að krota á fólk með pennum, sérstaklega þegar fólk vill ekki að maður geri það en það er þannig í flestum tilfellum. Gaman er að nota vatnshelda penna og þá krota eins mikið og maður getur því það er oft hægðarleikur að ná krotinu af sér. Þá er sko partý. Sigurvíman nær þá hámarki en oftast er þó reynt að borga margfalt til baka. Eitt krot getur þá orðið að stórri keppni sem endar oft illa. Þó er hægt að slá þessu öllu upp í létt grín með fyrsta krotinu og segja um hæl (virkar aðeins ef um áherslupenna er að ræða):

- Ég er bara að leggja áherslu á það hvað mér þykir vænt um þig.
- Ég er bara að undirstrika hvað þú ert æðislegur gæi.

Þá ertu búin/n að redda þér fyrir horn og í leiðinni, sýnt vini þínum eða vinkonu hvað hann eða hún er þér mikilvæg/ur. Allir geta þá orðið vinir og búið til börn.



Oó! Þarna hefur eitthvað pennastríði endað illa. Krakkar, notið hjálm því þeir bjarga öllu!

Engin ummæli: