Loksins loksins!
Niðurstöðurnar úr brandarakeppninni vinsælu eru komnar í hús eftir mánaðarkvalir dómara í leit að hinum eina rétta brandara. Alls bárust 15 brandarar í keppnina en vitaskuld er aðeins einn vinnigshafi. Og það er enginn annar en hinn mikli Snorri sem fær heiðurinn með þessum brandara:
Einu sinni voru tveir kúkar að labba saman.
Þá sagði annar kúkurinn:
"Við verðum að hætta að labba, því annars heldur einhver að við séum kúkalabbar"
Verðlaunin munu verða send til hans í pósti á næstu dögum. Og nei, það er ekki páskaegg. Ég vil einnig þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt fyrir framlag sitt en eins og amma segir alltaf: "Þú verður bara að gera betur næst." Já krakkar, kúkar eru svo sannarlega fyndnir.
Kúkalabbi
sunnudagur, apríl 04, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli