miðvikudagur, mars 10, 2004

Jájá

Ekkert mikið að frétta svo sem. Eða jú:

- á eftir mun ég gefa Björk, minni ástsælu vinkonu til 12 ára, gjöf frá hjartanu. Nú er bara spennandi að sjá hvernig hún mun bregðast við.
- ég og Guðný fórum á hátíðartónleika MR í Dómkirkjunni í gær og það var gaman. Greinilegt að það er mikið af hæfileikaríku fólki í Lærða skólanum og sé ég ekki eftir þeirri ákvörðun minni að spila EKKI á þessum tónleikum. Ég hefði einfaldlega kúkað á mig því flest allir sem komu fram voru á 8. stigi eða eitthvað álíka og ég bara á mínu skitna 5. stigi. En ég mun ekki bugast og mun halda ótrauð áfram og lofa sjálfri mér að spila á næsta ári. Punktið það niður krakkar.
- festi kaup á mennina í Franz Ferdinand og hlakka til að leggja við hlustir.
- var að hlusta á lagið Rock the Casbah með pörupiltunum í The Clash og hrökk í kút þegar ég heyrði síma hringja. Leitaði útum allt að þessum síma en enginn var síminn. Ástæðan fyrir því er einföld því í miðju laginu sem ég var að hlusta, var eins og sími væri að hringja, INNI Í laginu. Spúkí.
- hryggbraut dreng í gær en það var alveg óvart. Vonandi þarf hann ekki að vera lengi á spítalanum. Oó!
- meira var það nú ekki.

Engin ummæli: