Fyrst maður segir margir hæfileikar, segir maður þá ekki einn hæfileikur?
Mér til mikillar furðu, komst ég að því um daginn að ég hef hæfileika og það engan smá hæfileika, ónei. Ég get nefnilega sungið eins og smábarn í gegnum lófann á mér. Mörg atvinnutilboð frá sirkusum víða um heim hafi borist mér en ég mun varla svara þeim sökum annríkis. Heimsreisan verður því að bíða betri tíma. En óþreyjufullir mega pikka í mig þegar ég er ekki upptekin við annað og mun ég deila hæfileikanum með viðkomandi gegn vægu gjaldi, ókeypis ef mér líka vel við þann sama. Ekki vera feimin því ég mun með glöðu geði sýna mig og sanna að ég er ekki misheppnuð og að ég hef mína kosti.
Idol-dómnefndin var þá upptekin eftir allt saman þannig að leitin heldur áfram. Á meðan á henni stendur er mönnum enn frjálst að taka þátt í keppninni um titilinn versta brandarann.is hér í kommentakerfinu. Verðlaunin eru vegleg þótt vegir hafa ekkert leg (Hahaha, reynið bara að toppa þennan ömurlega brandara!)
mánudagur, mars 08, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli