Eru bönd brjáluð?
Ég hef svolítið verið að velta þessari spurningu fyrir mér og hef nokkrar sannanir fyrir þessari staðreynd. Til dæmis eru til lýsingarorðin snarklikkaður og bandbrjálaður. Það hlýtur nú að vera einhver ástæða fyrir þessum orðum, jú mikið rétt: bönd og snörur eru bara brjáluð! Annað gott dæmi er Antonio Banderas. Banderas. Hann er alveg snældubrjálaður eins og allir vita því hann er band. Karlmenn verða líka alltaf graðbrjálaðir þegar þeir sjá sokkaband og byrja bara að froðufella og spangóla. Brjálæðingar voru líka hengdir með köðlum sem eru gerðir úr mörgum böndum.
Þarf fleiri sannanir?
Horfðu vel og lengi í augun á óvininum því allir þurfa að þekkja óvin sinn til að halda lífi!
laugardagur, mars 20, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli