sunnudagur, febrúar 15, 2004

Kleppur er víða af því að:

- ég horfði tvisvar sinnum á Engla alheimsins í gær og kann alveg fullt af línum utan að.
- 40 ára gamall maður að nafni Steini sendi mér ca. 20 sms í gærkveldi af því að númerið mitt var allt í einu í símanum hans og hann var á þörfinni. Oj!
- ég er að fara í þýskuþraut á morgun og vil ekki vinna mánaðar ferð til Þýskalands. Enda mun ég ekki gera það.
- fjölskyldan er að fara til Portúgal í sumar og er nú þegar farin að pæla í hvað það eigi að kaupa sér þar í landi og hvaða föt þau ætla að taka með sér. Kreisí!!
- ég sá bílnúmer áðan: Sæzi. Hvað fær fólk til að gera svona?

Engin ummæli: