Amadeus Amadeus!
Það er bara til einn Amadeus er það er Mozart. Þennan dag mun ég tileinka þessum manni og geri ég það með glöðu geði. Ef þið eruð ekki að kveikja á perunni þá er Mozartdagur í dag. Í dag mun ég hlusta á öll verkin hans 626 og ég mun gera það með stæl. Nei nú bulla ég því það er enginn Mozartdagur til. Haha! Ég er bara að gera sögufyrirlestur um þennan merka mann og ég verð að viðurkenna að ég sé eftir því að hafa valið hann sem fyrirlestrarefni. Jú vitaskuld var hann merkur og góður tónlistarmaður en það er bara eitthvað við hann sem pirrar mig. Er ekki alveg að fatta hvað það er en ég mun komast að því. Þarf að vera með tóndæmi og er búin að hlusta núna á allt Mozartsafn föður míns sem ég var að enda við að taka úr plastinu. Metnaðarleysi í þessum manni. Ég er alvarlega að hallast að því að koma bara með lifandi tóndæmi, s.s. mig. Hrista nokkrum hornkonsertum uppúr erminni eins og ekkert sé. Svo myndi ég kannski fá nokkur stig í kladdann frá Helga Ingólfs sögukennaranum knáa. En æjá, hann er ekki með neina sál! Nú jæja, þá er það fyrir bí.
Árshátíð tónlistaskólanna í gær. Ég mætti galvösk að vanda en upp kom vandamál sem tengdist átjánáraleysi mínu. En það reddaðist því ég lofaði að hanga ekki við barinn og drjúpa ekki á áfengi. Það var líka ekki ætlunin þannig að enginn skaði skeður. Allir tónlistaskólarnir áttu að vera með sitt þema og var tónó í Hafnarfirði með þemað Bugsy Malone. Við unnum líka verðlaun fyrir besta þemað. Jei! Svo spiluðu Rússíbanarnir undir dansi. Ég verð að segja að það er ekkert smá erfitt að dansa við svona tónlist, ekkert nema polka og ræll og eitthvað vesen. Guðrún Árný (konan sem tekur alltaf þátt í undankeppnum fyrir Eurovision en vinnur aldrei) var þarna og lét eins og hún ætti dansgólfið. Ég rakst einu sinni í hana og viti menn, hún hrinti mér bara í burtu. Fröken Fix!! Þetta var sem sagt ágætis skemmtun þrátt fyrir ölvunarleysi.
laugardagur, febrúar 21, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli