þriðjudagur, desember 16, 2003

KJÉDLINGIN BARA BÚIN Í PRÓFUM!

Sældarlíf er framundan. Engin danska, engin líffræði og bara ekki neitt. Jú ég ætla reyndar að vera rosadugleg að æfa mig og síðast en ekki síst... að sofa.
Systir mín var að koma úr jólainnkaupunum. Hún er svo heppin að það eru 2 "draslbúðir" hérna í Firðinum og notar hún þær óspart í allskyns gjafakaupum. Hún keypti þennan forláta g-streng handa pabba en þetta er enginn venjulegur g-strengur... heldur yo-lasveina g-strengur. Að framan er þetta risaandlit af sveinka sjálfum og planið er víst að stinga bibbalingnum í hólf sem er á skegginu. Mig langaði nú ekkert að skoða þetta nánar en ég verð að játa að þetta er soldið sniðug jólagjöf!
Mamma fær nú ekki gjöf af verri endanum en það er prumpublaðra. Já það er saga að segja frá því en ég veit ekki hvort ég ætti að segja hana. Jú ég geri það bara. Móðir mín s.s. á það til að prumpa í svefni, sérstaklega þegar hún sefur upp í sófa. Hún hrýtur líka: "*hrjót* pfff... *hrjót* pfff..." Það er soldið fyndið, alveg eins og það að gefa móður sinni prumpublöðru í jólagjöf.

Ég held að ég fari nú hefðbundnu leiðina í innkaupunum og kaupi bara ilmvatn handa mömmu og veiðivesti handa pabba. Það er víst nýjasta dellan hans líkt og golfið hér forðum. Hann keypti sér glænýtt golfsett og allar græjur og þegar hann var loksins byrjaður fyrir alvöru ákvað hann að hætta. Það var víst útaf því að hann tók þátt í vinnugolfmóti og fékk skammarverðlaun fyrir lélega frammistöðu. Stuttu eftir það fékk hann þessa glæsilegu golfskó í afmælisgjöf og þeir hafa ekki verið teknir uppúr kassanum enn en prýða nú nýjan áfengisfelustað minn. 1 bjór í sitthvorum skónum. Það klikkar ekki!



Þessi er nú ekki í g-streng... en nálægt því!

Engin ummæli: