KARTAFLA DAGSINS!
Í gær fékk ég kartöflu í skóinn. O ég var svo fúl. En svo fékk ég bréf sem ég opnaði þegar ég kom heim svolítið völt af jólaballi Flensbyrginga og í því stóð:
Kæra Særún
Því miður verð ég að láta kartöflu í þetta sinn. Þú verður í það minnsta að vera komin heim þegar ég er að gefa í skóinn og svo var nú líka svolítið mikið drasl í herberginu þínu að ég hefði nú bara varla fundið skóinn nema af því að ég fann alveg hroðalega táfýlu. Svo veistu að það er alveg bannað að kyssa stráka. Ég var að labba Holtagarðana rétt hjá Ikea og heyrði ég þá ekki þessu flottu tónlist. Rann á hljóðið, var þá ekki hún litla sæta Særún að kyssa strák bak við hús. Mér náttúrulega dauðbrá. Fyrst sýndist mér þetta vera hann blessaður faðir minn hann Lúði en svo sá ég að þetta var einhver annar þó hann væri líkur honum pabba, bara aðeins yngri.
Særún mín, passaðu þig nú að fara fyrr að sofa á kvöldin.
Þinn einlægi vinur, Askasleikir Leppalúðason
Þvílík ósvífni er þetta! Askasleikir má bara... sleikja sinn ask!! Auðvitað sætti ég mig ekkert við svona framkomu þannig að ég skrifaði bréf sem á stóð að hann mætti bara stinga kartöflunni þar sem sólin aldrei skín og gefa mér franskar kartöflur í staðinn. Og þegar ég kom völt heim í annað sinn las ég bréfið sem var þá búið að skila eftir:
Til Særúnar matvöndu
Frá Hurðaskelli Grýlusyni
Ég hélt nú að þú vissir að við sveinkarnir förum ekki til Frakklands til að kaupa kartöflur. Við ræktum þær auðvitað sjálfir. Annars sagði Aski bróðir að þú hefðir verið eitthvað í harkinu í gær og hann hefði orðið að gefa kartöflu. En þú víst lofaðir að vera góð í þetta sinn þannig að ég vippaði smá í táfýluskóinn. En ef það verður líka útstáelsi hjá þér annað kvöld verður vandlega farið í saumana á þessum málum.
Þinn Jóli
Jæja ég er þá búin að sættast við jólasveinana í þetta sinn. Ég ætla að skrifa þeim næsta eitthvað fallegt í kvöld. Samt skrýtið að jólasveinarnir skrifi öll bréfin í tölvu og visti þau í tölvunni minni! Já tæknin nú til dags!
fimmtudagur, desember 18, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli