LAG VIKUNNAR!
Ég nenni ekki að segja meira frá þessum óspennandi bíltúr og ef ég segi meira þá missir maður allt kúlið sko! Tótallí! En í þessum bíltúr heyrðum við afar kynæsandi auglýsingu, Durex-auglýsingu og mamma var ekki alveg að fatta hana. Skildi ekkert af hverju það var verið að lýsa samförum í rafhlöðuauglýsingu. Já hún ruglast víst alltaf á Durex og Durell sem eru rafhlöður. Þetta er svo flippuð kona!
En þann eftirsótta titil: Lag vikunnar, hlýtur lagið Kúkalagið með hljómsveitinni Enn ein sólin. Ég verð að viðurkenna fáfræði mína á þessari hljómsveit því ég veit ekkert um hana. Jú hún tók þátt í Músiktilraunum og vann.... ekki! Það er nú ekkert hægt að hrópa húrra fyrir laginu sjálfu né söngnum en textinn.... hann er á heimsvísu! Tökum viðlagið sem dæmi:
Á klóstinu sit ég og kúka á fullu,
ég er að kafna því ég er með drullu.
Ég öskra á Jesús og alla Guðs engla
því görnin á mér er að rifna í hengla.
Þeir gerast ekki betri en þessir! Þarna lýsir höfundur því mikla sálarstríði sem hann er í... stríðið við saurlátið. Það getur verið erfitt og dáist ég að höfundinum fyrir að deila því með áheyrendum lagsins. Svona vinnubrögð eru alveg týnd í íslenskri tónlistargerð og fær Enn ein sólin stjörnu í kladdann fyrir það!
Hlustið á lagið.... hérna!
fimmtudagur, maí 29, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli