miðvikudagur, maí 28, 2003

BÍLTÚR VIKUNNAR! (1. HLUTI)

Í síðustu viku voru mikil tímamót í lífi mömmu minnar. Hún átti nefnilega afmæli, kjéllingin. Hún varð 26 ára gömul (+10 ár) og hún ákvað að halda upp á það með því að bjóða fjölskyldunni út að borða. Við hugsuðum okkur vel til glóðarinnar og héldum að hún ætlaði að fara með okkur á Ítalíu eða Argentínu en nei.... hún var í miðaldarstuði og ákvað að fara á Hróa Hött. Tekur af þeim ríku og gefur fátæku!!!
Maturinn var svona lala en það var kannski útaf lélegu vali mínu á fæðinu. Mamma er alltaf að hylla einhverja fjögura-mygluosta-pizzu og ég ákvað að treysta henni. Það hefði ég ekki átt að gera því núna veit ég hvernig það er að borða pizzu og tásigg í einum og sama réttinum. Bara viðbjóður!!
Við skunduðum glöð í bragði útaf staðnum og útí bílinn. Þá kom mamma með þá snilldarhugmynd: “Fáum okkur ís!!! Og förum svo í bíltúr!!!” Og allir: “JEI” bara til að þóknast afmælisbarninu. Við fórum reyndar fyrst í bíltúr og það útí rassgat... s.s. útí hraun fyrir utan Hafnarfjörð. Pabbi fór í göngutúr og við hin þurftum að bíða í bílnum. Þegar pabbi kom til baka var hann með þetta risabros upp á augu. Þá töfraði hann fram úr erminni þessa fínu hreindýrshauskúpu með horn og allt! Vá hvað hann var stoltur og glaður! Mér leist ekkert á kvikindið og ekki mömmu heldur en pabbi ætlaði að fara með hana heim og það gerði hann. Núna situr hauskúpan hreykin uppi á sjónvarpsskáp fyrir ofan sjónvarpið í “piparsveinaíbúðinni” í kringum risa-fílastyttu frá Afríku og gerviblóm í vasa. “Þetta sýnir bara vald mitt yfir sjónvarpinu!!” Þetta sýnir kannski hvað hann pápi er mikil karlremba... karlmennskan alltaf í fyrirrúmi! En hey... karlremba er kvenkyns-orð!! AHAHAHAHA!

Þetta var svo langur bíltúr að ég verð að hafa ferðina á tveim pörtum... því miður. En bíðið spennt við skjáinn!

Engin ummæli: